Brúður dauðans! – Myndir þú mæta í veisluna hennar?

Ónafngreind brúður gerði grúppu fyrir brúðkaup sitt þar sem hún hefur alla gestina á einum stað. Brúðkaupið er eftir eitt og hálft ár en brúðurinn byrjaði á því að setja inn kröfur brúðhjónanna um klæðaburð gestanna. Hún er með mismunandi klæðaburð gesta og miðar við þyngd hvers og eins:

Brúðurinn tekur fram að fólk eigi alls ekki að hugsa sér að vera neitt öðruvísi en nákvæmlega eins og hún setur þeim fyrir því það muni eyðileggja hópdansinn sem hún hafi í hyggju að láta gestina dansa. Gestirnir eiga að vera með föt til skiptanna og líta VEL út því ef „þeir líta út, munu þau öll líta illa út.“ Hún er líka með viðmið um hvað fatnaður hvers og eins ætti að kosta, eða um 1000 dollara á mann.

Börnin eiga að vera öll í rauðu og hún tekur það fram að þetta þarf að vera „alvöru rauður, en ekki á litinn eins og blóðappelsína eða eitthvað rugl.“

Einhver gestanna tók sig til og tók skjáskot af þessum kröfum brúðarinnar og hlóð því inn á Reddit. Hún frétti af því og þá kom þessi færsla inn á síðuna á Facebook.

Hér segir brúðurinn að hún hafi frétt af „svikum“ einhvers í grúppunni. Hún segist vera alveg brotin, svikin og leið. Svikarinn muni fá að finna fyrir því. Þess vegna hafa þau hjúin fest kaupa á lygamæli í gegnum Amazon og þau vilja fá alla gestina í „lygamælispartý“ til að skera út um hver svikarinn er. Hún er ekki að grínast!

 

Í framhaldinu býður hún 100 dollara til þess sem mun segja henni hver brást trausti hennar. Hún segir líka við „svikarann“ að hann ætti að gefa sig fram og hún muni tala illa um viðkomandi og tala illa um hann/hana í langan langan tíma.

Brúðurinn segir líka að ef einhver er ósáttur við kröfurnar um klæðnað verði sá hinn sami að segja það við hana. Þá geti viðkomandi hjálpað starfsfólki við frágang, tekið myndir í brúðkaupinu eða gefið þeim pening sem fari í brúðkaupsferðina.

Hún hefur hörð orð um fólkið sem er að setja út á hana og segir þeim bara að fara aftur niður í kjallara og spila tölvuleiki. „Við maðurinn minn erum búin að vinna við andlega heilun í 10 ár. Þið vitið þetta öll. Rándýr fatnaðurinn sem við viljum að fólk sé í á að tákna þau auðæfi sem við viljum í framtíðinni,“ skrifar hún og segist vera orðin þreytt á að útskýra.

Jahérna hér! Það væri gaman að vita hvernig þetta endar allt saman.

Heimildir: Yahoo.com

SHARE