Við sögðum ykkur frá þessum tveimur fyrir nokkrum dögum síðan en þeir taka syrpu af lögum frá Adele. Þeir gera þetta ekkert smá vel og Adele frétti af þessu.

Drengirnir voru svo mættir á tónleika Adele í Írlandi og þar kallaði söngkonan þá á svið. Hún segir: „Sáuð þið þetta í gær? Fyrir ykkur sem hafið ekki séð þetta, búið ykkur undir að verða dolfallin. Ég grét. Ég neita samt að gráta aftur í kvöld fyrir framan ykkur öll….. Ég varð dolfallin.“

 

https://www.youtube.com/watch?v=X9Jiujdsois&ps=docs

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE