Flest erum við ekki kynþáttahatarar sem betur fer. Þessi tilraun var gerð í Litháen. Þeldökkur maður situr í sófa og er í spjaldtölvunni sinni. Hann biður manneskjuna á móti honum að þýða fyrir sig skilaboð sem hann hefur fengið á Facebook. Fólkið tekur við tölvunni og byrjar að lesa. Svipurinn á andlitum þeirra breytist fljótt þegar þau átta sig á því hvað stendur í skilaboðunum.

 

Skilaboðin innihalda mikið kynþáttahatur og maður hreinlega fær gæsahúð við að sjá hvernig fólk bregst við. Hvað myndir þú gera?

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE