Þegar þú hugsar um Ariana Grande sérðu ábyggilega fyrir þér hátt tagl eða hálft/hátt tagl og mikinn eyeliner og fallega förðun. Það er það sem við sjáum vanalega og fer henni afskaplega vel.

Ariana er hinsvegar að sýna á sér alveg nýja hlið á forsíðu breska Vogue. Hún er búin að lýsa á sér hárið til muna og er með mjög náttúrulegan farða.

Stjörnurnar hafa nokkrar tekið þessa stefnu seinustu misseri og við segjum bara MEIRA SVONA! Elskum þetta!

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE