Ljótasta konan í sjónvarpi í dag

Það hafa eflaust margir Íslendingar horft á hina óhuggulegu sjónvarpsseríu American Horror Story sem hefur vakið mikla athygli um allan heim.

Einn af karakterunum í seríunni er Pepper en hún er leikin af leikkonunni Naomi Grossman.

naomi_grossman

Þetta hlutverk sem hún fékk, sem Pepper, er stærsta hlutverk hennar til þessa og segir hún frá því í viðtalið við Salon. Naomi fór í prufu fyrir þættina og segist ekki hafa vitað það alveg hverskonar hlutverk hún var að sækja um en hún fékk starfið. „Okkur er ekki ætlað að sjá fyrir framtíðina og hvaða hlutverk mun gera mann frægan. Þú vinnur bara vinnuna þína og þá gerist það. Eða ekki.“

maxresdefault

Naomi segir líka í viðtalinu að það taki rúmlega 3 klukkutíma að koma henni í gerfi Pepper en hún hafi samt rakað af sér hárið fyrir hlutverkið. Hún bætir einnig við með glettni: „Mér var aldrei sagt að ég væri falleg fyrr en ég lék ljótustu manneskjuna í sjónvarpi.“

naomigross

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE