Myndaði sjálf fæðingu dóttur sinnar

Lisa Robinson-Ward er atvinnuljósmyndari sem tekur starf sitt mjög alvarlega. Hún er svo skuldbundin fagi sínu að hún myndaði fæðingu dóttur sinnar sjálf.

Lisa, sem býr í Kaliforníu, á fyrir 9 ára gamlan son og var búin að reyna að verða ófrísk aftur árum saman. Eftir að hafa misst fóstur tvisvar sinnum ákváðu hún og eiginmaður hennar að hætta að reyna. Það kom þeim því mikið á óvart þegar Lisa komst að því að hún væri ófrísk aftur.

 

Sjá einnig: Stórkostlegar myndir af tvíburafæðingu

Í upphafi gantaðist Lisa með það að hún myndi bara sjálf taka myndir af fæðingu dótturinnar, en ákvað svo að láta á það reyna. „Ég var mjög sveigjanleg með áformin. Ef það hefði ekki gengið upp að fá að taka myndirnar í fæðingunni, var það allt í lagi. En sem betur fer átti ég auðvelda og stórkostlega fæðingu,“ sagði Lisa í samtali við ABC News.

Heimildir: Bored Panda

 

SHARE