Robbie Williams á nærbuxunum á sviði

Hinn 42 ára gamli Robbie Williams kom fram á tónleikum í vikunni, í London´s Roundhouse og sló að sjálfsögðu í gegn eins og hans er von og vísa. Hann var í óhefðbundnum fötum en hann klæddist buxum og skyrtu með fiðrildamynstri. Eftir að leið aðeins á lagið hjá honum tók hann sig til og girti buxurnar niður um sig og sýndi nærbuxur sínar sem voru þær sömu og hann var í, í tónlistarmyndbandinu Rock DJ.

GettyImages-610401782 GettyImages-610401774

Rétt fyrir tónleikana tilkynnti Robbie á Facebook síðu sinni að hann væri að fara að gefa út nýja plötu. Hann skrifaði: „Nýja platan mín, Heavy Entertainment Show, mun koma út 4. Nóvember. Þið getið pantað eintak núna.“ Þetta er fyrsta plata Robbie í þrjú ár.

SHARE