Úff! Ég er ekki sú myndarlegasta í eldhúsinu, það verður að segjast. Ég elda sjaldan og þegar ég geri það er oft eitthvað sem klikkar. Ekki alltaf, en mjög oft. Ég sætti mig við það fyrir löngu síðan að ég er bara ekki neinn brjálaður kokkur. Ég get eldað en mér finnst það bara ekki skemmtilegt og maðurinn minn er mun myndarlegri í eldhúsinu en ég.

Hinsvegar finnst mér gaman að baka. Ég er ágæt í að baka en af því ég er með ADHD þarf ég að einbeita mér mjög mikið til að gleyma ekki einhverjum lið í uppskriftinni og fara yfir hann nokkrum sinnum áður en ég set kökuna í ofninn.

Eitt af því sem ég myndi vilja ráðleggja þeim sem eru að byrja að spreyta sig í baksturinn, er að prófa aldrei að baka eitthvað í fyrsta sinn, fyrir veisluna. S.s. vertu búin að prófa að baka kökuna einu sinni áður en veislan fer fram. Stundum getur það nefnilega klikkað hrapalega eins og myndirnar af Bored Panda sýna svo glögglega.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE