1 af hverjum 13 er með fætur eins og api

Það vill enginn láta segja sér að hann sé með fætur eins og api en það er víst samt sem áður raunin. Vísindamenn segja að margir menn, karlmenn og kvenmenn, séu með fætur eins og apar og það er auðvitað bara tengt þróuninni.

Flestir menn hafa stífa fætur  sem haldast saman á liðböndunum segir á BBC en það eru ekki allir þannig. Það var gerð könnun á þessu í Boston Museum of Science og þar kom í ljós, þegar skoðaðir voru næstum 400 fætur að 1 af hverjum 13 er með hreyfanlega fætur eins og simpansar, þ.e.a.s. að miðsvæði fótarins er sveigjanlegri og flatari fót sem beygist auðveldlega og myndi henta ágætlega til að klifra í trjám. Þessar niðurstöður voru birtar á American Journal of Physical Anthropology.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here