10 ástæður þess að gott er að neyta myntu á hverjum degi

Þegar maður hugsar um myntu, kemur grænt, vellyktandi og hressandi fyrst upp í hugann. Þessi orð lýsa dásamlegu myntunni þó ekki nægilega vel. Mynta er full af andoxunarefnum, C-vítamíni, E-vítamíni, B6, AK, ríbóflavín, fólin sýru og hefur fjölda annarra kosta.

images (6)

Hér eru nokkur atriði sem segja að mynta sé nokkuð sem gott er að hafa í lífi sínu:

1. Bætir meltinguna þína: Það besta við myntuna er að hún bætir meltinguna þína. Gott er að drekka myntute reglulega.

2. Meltingarvandamál: rannsóknir hafa sýnt fram á að mynta getur stuðlað að lækningu meltingarvandamála.

3. Astmi og öndunaröðruleikar: Lungun þín geta haft gott af því að anda að sér myntu. Mælt er með því að fólk með astma andi að sér myntutei. Settu 4-5 myntulauf í heitt vatn til að auðvelda þér öndun.

4. Lækkar blóðþrýsting: Mynta getur lækkað í þér blóðþrýstinginnn þökk sé kalíum sem er í myntunni.

5. Bætir munnheilsu: Mynta eyðir bakteríum sem valda skemmdum og andremmu. Það er einmitt þess vegna sem mynta er oft notuð í tannkrem, munnsprey ofl.

6. Minnkar sársauka: Ótrúlegt en satt þá minnka myntulauf höfuðverk, vöðva- og magaverki. Blandaðu saman sjávarsalti ásamt 6-8 dropum af myntuolíu og 1/3 bolla af ólfíuolíu til þess að slaka á vöðvum þínum. Nuddaðu fætur þína í 5-10 mínútur og þvoðu þér svo fótaverkurinn hverfur.

7. Minnkar ógleði: Notaðu myntu ilmkjarnaolíu til að minnka ógleði þína.

8. Hjálpar þér við þunglyndi: Ferskt myntute getur hjálpað þér með stress og þunglyndi.

9. Bætir minnið: Myntulykt getur bætt minnið þitt og það hefur jákvæð áhrif á andlega getu þína.

10. Kemur í veg fyrir krabbamein: Myntulauf innihalda mentol sem hjálpar við að koma í veg fyrir alls kyns krabbamein, sérstaklega krabbamein í blöðruhálskirtli.

Sjá einnig: 5 góðar ilmkjarnaolíur fyrir þig

SHARE