10 atriði sem hamingjusamt fólk gerir

Mikið af rannsóknum hafa verið gerðar á hamingju fólks og hér eru nokkur atriði sem sýna hvað hamingjusamt fólk á sameiginlegt:

happy-people

Sjá einnig: 8 hlutir sem hamingjusöm pör gera

1. Þau njóta augnabliksins

Að taka sér tíma í að njóta augnabliksins eykur á hamingju þína í lífinu. Þegar þú nýtur og kannt að meta litlu augnablikin, hvort sem þau eru góð eða slæm og þú munt verða meðvitaðri um hvað er að gerast í kringum þig.

Hamingjusamasta fólkið einblínir á það sem þau geta stjórnað og það er möguleiki á því að velja hamingjuna í augnablikinu, sama hversu erfiðar aðstæður þú ert að ganga í gegnum.

2. Þau hafa vaxandi hugarfar

Í bókinni Mindset segir Carol Dwek að hamingjusamasta fólkið og þau sem eru með mestu velgengnina í lífinu eru þau sem eru með vaxandi hugarfar. Þó er til fólk sem hefur fast hugarfar og það fólk leitast eftir frama, samþykki og hylli af kostum sínum og virði. Vaxandi hugarfar þrýfst af áskorunum og horfir ekki á mistök sem merki um heimsku að verðleysi, heldur sem tækifæri til að bæta sig og gera betur næst.

Eftir 20 ára rannsóknarvinnu komst Carol að því að þau sem eru með vaxandi hugarfar eiga hamingjusara samband við aðra, ná meiri frama og áttu auðveldara með það að takast á við áskoranir.

3. Þau safna í kringum sig hamingjusömu fólki

“Þú safnar að meðaltali fimm manneskju í kringum þig.” Fólkið sem við höfum í kringum okkur hefur mikil áhrif á það hvernig við hugsum, líður og þau hafa áhrif á hvaða leið við veljum í lífinu. Það gæti hljómað frekar harkalega, en það er virkilega nauðsynlegt að loka á það fólk í lífi þínu sem hefur neikvæð áhrif á þig til þess að vera hamingjusamari.

Það þarf ekki að þýða að þú þurfir að taka þau á fund og segja þeim hug þinn, heldur minnka þann tíma sem þú eyðir með þeim smátt og smátt til að einblína frekar á sjálfa/n þig.

Sjá einnig: 7 atriði sem menn heillast af og vita varla af því

4. Þau eiga drauma

Ef við eigum enga drauma til að líta til, er fortíðin það eina sem við getum horft á.

Hvort sem draumar þínir eru að ferðast um heiminn, stofna þitt eigið fyrirtæki eða að læra nýtt tungumál, er mikilvægt að eiga sér drauma til að vera jákvæður þegar hlutirnir verða erfiðir.

Hugtakið að eiga sér tilgang er mikið notað í austur Asíu. Í Japan er hugtakið “ástæðan fyrir því að við vöknum á morgnanna” mikið notað. Langlífasta fólkið í heiminum eiga öll þetta hugarfar sameiginlegt.

5. Þau geta beðið

Þeim mun stærri drauma sem þú átt, þeim mun meiri þolinmæði þarftu að hafa. Hamingjusamt fólk er tilbúið til að bíða eftir verðlaununum og einblína á ferðina og hversu langt þau hafa náð.

Þau skilja að það besta í lífinu kemur til þeirra sem eru þolinmóðir og geta staðið ástandið af sér til þess að geta notið þess seinna meir, hvort sem það er stöðuhækkun, samband eða að læra eitthvað nýtt.

6. Þau taka sér tíma fyrir sig sjálf á hverjum degi

Að segja já við öllu, setur þig bara á vesælan stað á endanum. Það er vissulega mikilvægt að gefa af sér, en ef það tekur frá þér alla orku og þinn eigin frítíma hefurðu á endanum ekkert að gefa.

Þú getur ekki alltaf fórnað þér algjörlega fyrir aðra, því á endanum fer fólk að nýta sér aðstöðu sína. Þú verður að setja skýr mörk.

7. Þau eyða pening í upplifanir – ekki efnislega hluti

Bíllinn sem þú keyptir lækkar í verði um leið og þú keyrir út af bílasölunni, en upplifanir og minningar munu vera með þér það sem eftir er lífs þíns.

Hamingjusamasta fólkið vill frekar fara í ferðalag í staðinn fyrir að kaupa sér nýtt sjónvarp. Upplifanir gera okkur hamingjusamari vegna þess að þær gera framtíð okkar betri og minna okkur á það fólk sem okkur er annt um í lífi okkar.

Sjá einnig: Elskaðu sjálfa/n þig

8. Þau gefa meira en þau taka

Þar sem hamingjusamt fólk lifir í heimi vellystinga, eru alltaf fleiri tækifæri við hendina og gefur það þeim færi á að gefa af sér. Það getur verið allt frá því að vinna sjálfboðavinnu í að hjálpa öðrum á sinni leið. Það er hægt að gefa af sér á svo marga vegu.

Hamingjusamt fólk áttar sig á því að með því að gefa og gefa af sér, mun leiða til þess að þau sjálf verði hamingjusamari á endanum.

9. Þau fagna óþægindum

Þrautseigja er andstæðan við þunglyndi. Hamingjusamt fólk veit hvernig á að skoppa til baka frá mistökum í lífinu. Þrautseigja er nokkurs konar púði fyrir óhjákvæmilega hörku sem lífið gefur manni.

Erfiðleikar eru merki framfara og hamingjusamt fólk lifir eftir því, vegna þess að verðlaunin fyrir að standa erfiðleika af sér, vega þyngra en sársaukinn sem þau þurftu að upplifa á meðan á því stóð.

10. Þau eru alltaf að læra

Hamingjusamt fólk á það sameiginlegt að það er alltaf að læra. Þau eyða lífi sínu í að læra, vegna þess að þau vita að það er engin framför í lífinu án þess að vaxa.

Heimildir: Lifehack

SHARE