10 leiðir til að draga úr túrverkjum

Mjög margar konur þekkja það að fá túrverki, misslæma. Sumar finna bara ekkert fyrir þessu blæðingatímabili á meðan aðrar engjast um af verkjum á meðan á blæðingum stendur.

Hér á eftir koma 10 leiðir til að draga úr túrverkjum.

  1. Borðaðu meira grænmeti og ávexti, dragðu úr fituríkum mat taktu út alla óholla fitu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með þessu má lina túrverki. Auk þess sem gott matarræði hefur almennt góð áhrif á heilsuna.
  2.  Nýttu þér örugg verkjalyf, það vilja ekki allir nota verkjalyf en í sumum tilfellum er gott að skella í sig verkjalyfjum.
  3. Drekktu góð te, sérstaklega blöndur með túrmeriki og piparmyntu.
  4. Taktu inn góðar fiskiolíur og Omega, sýnt hefur verið framm á gagnsemi góðra olía.
  5. Prófaðu nálastungur, rannsóknir hafa sýnt að nálastungur gefa góðan árangur við að draga úr túrvekjum.
  6. Notaðu hreinar kjarnaolíur, Lavender, Clare sage og Majoran hafa reynst vel til að lina túrverki. Vandaðu valið og forðastu kjarnaolíur með viðbættum eiturefnum.
  7. Kúrðu upp í sófa með hitapoka yfir verkjasvæðinu, hitin dregur úr verkjum.
  8. Farðu á æfingu, með því að fara í ræktina og taka á því eykur þú seratónín framleiðslunni og það svínvirkar á túrverki.
  9. Taktu inn auka magnesíum. Magnesíum dregur úr krömpum og hver einasta fruma líkamans þarf á því að halda.
  10. Í verstu tilfellum farðu til kvennsjúkdómalæknis og athugaðu með pilluna eða einhvað hormónatengt til að hjálpa þér

 

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera kona en hey það er hrikalega skemmtilegt á köflum og svona ráð auðvelda okkur að takast á við það sem okkur fylgir.

Upplýsingar fengnar af vef: Everydayhealth.com

 

SHARE