15 leiðir til að nota vodka

Vodka er gríðarlega vinsæll drykkur um heim allan og það er engin furða, því hann er hlutlaus og að mestu lyktarlaus og blandast vel við drykki. Hins vegar ættum að við að forðast það að innbyrða of mikinn vodka ef við viljum halda heilsu okkar góðri. Það eru þó nokkrar aðrar leðir til að nota vodka, heldur en að drekka hann:

Sjá einnig: 10 frábær húsráð við hinum ýmsu kvillum

CQnX7QIUAAA4Aye

1. Við tannverki: Þegar þú byrjar að finna til tannverkja, helltu smá vodka í bómull og settu hann á góminn fyrir ofan tönnina. Eftir smá stund getur verkurinn minnkað töluvert.

2. Bættu vodka við sjampóið þitt til að ráðast á flösuna og til að halda hárinu þínu heilbrigðu.

Vodka sjampó: Blandaðu glas af vodka saman við glas af vatni og helltu yfir hárið þitt þegar þú ert búin/n að þvo hárið með sjampói og næringu. Það ætti að hreinsa allan afgang af sápunni og um leið koma í veg fyrir að dauðar húðfrumur byggist upp. Prófaðu að blanda smá vodka út í hárnæringuna þína og mun hann lækka ph-gildi næringarinnar og getur það minnkað úfið hár og aukið við glansinn. Einu sinni í viku ætti að nægja.

Sjá einnig: Lærðu að búa til Vodka sleikjóa – Myndband

3. Notaðu Vodka sem munnskol. Vodki er mjög sótthreinsandi, svo hann virkar gríðarlega vel til þess að drepa óvelkomnar bakteríur í munni þínum. Þú getur blandað vodka við smá vatn og jafnvel bragðbætt blönduna með smá kanil eða myntu. Láttu blönduna standa í eina viku áður en þú notar heimagerða munnskolið.

4. Gerðu kælipoka sem endist lengi: Blandaðu vatni saman vodka og settu í fyrstipoka. Vodkinn sér til þess að vatnið verði ekki glerhart við frystingu, svo þú hefur dýrindis kælipoka, sem þú getur beygt til og aðlagað að líkama þínum að vild.

5. Vodka virkar sem flugnafæla: Helltu smá vodka í litla spreyflösku og spreyjaðu því á líkama þinn og pöddurnar halda sér frá.

6. Vodka virkar líka vel ef þú ert brennd/ur af marglyttu. Í stað þess að hugsa “ætti ég að pissa á vin minn” ættirðu að setja vodka á stunguna. Ef vodka er ekki við höndina, pissaðu þá bara á félagann. Vodkinn ætti þó að vera búin að minnka verkina eftir svona 10-20 mínútur.

7. Vodki lætur svitalykt og táfýlu hverfa eins og dögg fyrir sólu: Dumpaðu smá vodka undir handakrikana eða spreyjaðu vodkanum aðeins undir hendurnar og fæturnar til að drepa lyktina.

8. Notaðu Vodka sem rakspíra: Vodkinn er sótthreinsandi rétt eins og rakspíri og eitt helsta innihaldsefni rakspíra er alkóhól, svo það væri einmitt svo tilvaldið að skella smá af honum í andlitið á sér eftir rakstur.

9. Hreinsar hendurnar þínar: Vodka hreinsar hendur þínar og drepur allar bakteríur, t.d. eftir klósettferðir og áður en þú ferð að matarborðinu.

10. Heldur rakvélunum þínum hreinum og hárbeittum. Ástæða þess að rakvélablöðin verða léleg eftir svo stuttan tíma er vegna þess að það eru leifar af hári, sápu og húð, til dæmis, á blaðinu, en ef blaðið er sett beina leið í vodkann, eykur þú líftíma rakvélablaðsins töluvert og koma í veg fyrir að ryð myndist.

11.Notaðu Vodka til að hreinsa rúðurnar þínar. Oft á tíðum er mikið alkóhól í glerhreinsi, svo þú getur sett vodka í spreyflösku og rúðurnar þínar og speglar, glansa sem aldrei fyrr.

12. Sótthreinsaðu motturnar þínar og dýnur með Vodka. Spreyjaðu vodka yfir motturnar þínar og dýnur og þú drepur alla óvelkomnar bakteríur. Það eru nefnilega ótrúlega mikið af bakteríum á þessum stöðum.

13. Spreyjaðu vodka á dökk föt til þess að koma í veg fyrir að liturinn dofni. Vandinn við dökk föt er að liturinn í þeim dofnar og til að viðhalda litnum, gæti verið frábært að spreyja létt yfir þau. Þú getur jafnvel blandað uppáhalds ilmefninu þínu saman við blönduna.

14. Spreyjaðu vodka í skóna þína til að drepa táfýluna. Táfýla samanstendur af heilli veislu baktería, sem lykta þannig að hún fer ekki framhjá neinum. Prófaðu bara að spreyja vodka í skóna áður en þú kveikir í þeim.

15. Vodka hreinsar í burtu myglu og fitu. Svo lengi sem myglan er ekki búin að ná yfirhöndinni á þínu heimili, ættir þú að geta náð henni í burtu með vodka og smá skrúbbi. Þú getur líka hellt smá vodka út í uppvöskunarvaskið til að ná fitunni af borðbúnaðinum. Láttu diskana, glösin, elfasta mótið og allt svoleiðis liggja í bleyti í dágóða stund og vaskaðu það svo upp á venjulegan máta. Það verður ofuruppvask.

Nú er komið að ykkur að prófa ykkur áfram. Vodka inniheldur ekki eins mikið af auka- og eiturefnum og þessi venjulegu hreinsiefni, svo það er algjörlega þess virði að byrjað að drepa táfýlu, sótthreinsa bólurnar, drepa bakteríuna sem er að laumast um í rúminu þínu og til að ílengja líftíma rakvélanna þinna, svo dæmi séu nefnd.

SHARE