Margrét Saga verður tvítug í sumar og býr á Akranesi ásamt kærastanum sínum og syni sínum sem er fimm mánaða.

„Ég hef ótrúlega gaman að því að syngja og hef gert það síðan ég man eftir mér, ég hef aðeins verið að taka upp,“ segir Margrét Saga en hér syngur hún lagið Dream sem upprunalega kom út með Priscilla Ahn.

Það er óhætt að segja að Margrét er með gullfallega rödd og á sannarlega framtíðina fyrir sér í söngnum!

SHARE