Ég er að vinna! ég vinn bara heima hjá mér – Þjóðarsál

Langar að koma smá pirring hjá mér á framfæri og vonandi er einhver sem skilur mig en það er eflaust einhver sem vinnur við tölvu líka.

Málið er að ég vinn heima við tölvu fyrir fyrirtæki í bænum. Ég er í fullri vinnu ásamt því reyndar að vera móðir tveggja barna.
Viðhorf fólks finnst mér svo gjarnan vera þannig að ég sé í rólegheitum heima hjá mér og áttar sig ekki alveg á því að ég er jú að vinna, rétt eins og ég væri smiður eða ég þyrfti að mæta í vinnuna.
Munurinn þar á er að ég get setið upp í sófa í náttbuxum með tölvuna en ég er samt sem áður að vinna.
Ég myndi mögulega taka mig eitthvað til og greiða mér ef ég væri að mæta á skrifstofu til þess að vinna en þar sem ég mæti í vinnuna í tölvuherbergið heima hjá mér, nú eða bara þar sem ég vil vinna.
Stundum fer ég á kaffihús að vinna en þá er ég að vinna, ekki að chilla á kaffihúsi
Orðið sem ég heyri oft ,,Þannig þú verður bara að ,,chilla‘‘ heima þar til þú sækir krakkana‘‘.

Nei ég er að vinna!
Það er alveg kominn tími til þess að fólk hætti að vanmeta vinnu sem er unnin heima við.
Það er 2013 og tölvu og hugbúnaður stöðugt að aukast og vinna við tölvu eftir því. Sumir hafa kost á að vinna heima og eru þar með aðstöðu, aðrir mæta á skrifstofu út í bæ.

Ef þú þekkir einhvern sem vinnur við tölvur og vinnur heima hjá sér þá er manneskjan að vinna og taktu tillit til þess.
Vonandi fær þetta einhvern til að hugsa aðeins því það er ofboðslega leiðinlegt að allir líta svo á að þú sért heima að ,,hanga‘‘ í tölvunni allan daginn í notalegheitum.
Það að vinna við tölvu getur einmitt verið mjög erfitt, vöðvabólga og verkir í baki þegar fólk fer að ,,húka‘‘ við vinnuna vegna þreytu.

Smiður, Snyrtifræðingur, Lögfræðingur, Fjölmiðill, Grafískur hönnuður eða afgreiðslumanneskja.
Þetta er allt vinna hvort sem það er mætt til vinnu heima eða eitthvert annað.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here