4 stjörnumerki sem elska að búa til rifrildi

Öll sambönd hafa sínar góðu stundir og sínar slæmu stundir. Það er bara partur af því að vera í sambandi. Maður þarf að geta tjáð tilfinningar sínar við maka sinn án þess að óttast viðbrögð hans og það þarf að virka í báðar áttir. Ef þú ert hinsvegar alltaf að „reyna að búa til rifrildi“ getur það  verið tengt því í hvaða stjörnumerki þú ert. Linda Furiate er stjörnufræðingur og sagði Elite Daily frá því hvaða stjörnumerki eru helst í því að sækjast í að rífast við maka sinn:

Hrútur

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn vill stjórna og kemur af stað rifrildi til að sýna að hann er við stjórnina. Það er mikilvægt fyrir Hrútinn að hann að hans þörfum sé sinnt fyrst og fremst og hann gerir hvað sem er til að „lifa af“. Hrúturinn tekur stjórn í mörgum málum og mun berjast með kjafti og klóm til að fá það sem hann vill.

Vatnsberi

20. jan – 18. feb

Vatnsberinn elskar vitsmunalegar rökræður og finnst iðulega þeirra sýn á málið vera sú eina rétta. Hann er uppreisnargjarn og það getur valdið ágreiningi þar sem Vatnsberinn mun líklega ekki haggast. Það er erfitt að fá hann til að viðurkenna og taka til greina þarfir maka síns og það getur leitt til rifrilda.

Sporðdreki

23. okt – 21. nóv

Sporðdrekinn mun byrja rifrildi til að afhjúpa sannleikann. Hann er oft álitinn afbrýðisamur og eigingjarn og á það til að halda að maki hans sé að fela eitthvað. Sporðdrekinn upplifir djúpar tilfinningar sem vinnur með honum í samböndum en getur líka haft öfug áhrif. Sporðdrekinn velur sér orrustur og ef þú lendir í ágreiningi við hann, þarftu að passa þig.

Meyja

23. ágú – 22. sept

Meyjan er þekkt fyrir að vera smámunasöm og nákvæm. Þetta virkar oft á aðra sem óþarfa gagnrýni.  Þetta verður til þess að Meyjan lendir í ágreiningi við maka sinn án þess kannski að ætla sér það.

 

Heimildir: EliteDaily.com

SHARE