5 heilræði til að hafa í huga fyrir vaxmeðferð á snyrtistofu

Þá er óhjákvæmilegur fylginautur hátíða að renna upp; pantanir fyrir hárgreiðslu eru teknar að streyma inn á stofurnar og einhverjar konur eru þegar farnar að huga að heimsókn á snyrtistofu. Eins umdeildar og vaxmeðferðir eru, verður einnig að hafa í huga að þó brazilíska vaxið (hið alræmda, já) sé á blessunarlegu undanhaldi sækja fjölmargar konur í svokallað bikinívax og þykir næsta eðlilegt.

Ekki er ætlunin hér að tíunda vaxmeðferðir – snyrtifræðingur einn getur svarað þeim spurningum – en vaxmeðferðir eru þó fjölmargar, hægt er að snyrta til óæskilegan hárvöxt frá augnabrúnum og niður að ökklum og aðferðin er talin áhrifarík háreyðing, snyrtilegri en rakstur og endist von úr viti í einhverjum tilfellum.

Í sjálfu sér, áður en í hátíðarkjólinn er farið, má því ætla að hátíðir muni fela í sér auknar heimsóknir á snyrtistofur, sem fela í sér vaxmeðferðir – sársaukafullar, já – og sér í lagi fyrir þær konur sem ekki oft heimsækja snyrtifræðinga sem sérhæfa sig í háreyðingu með vaxi. Ástæðan er sú að sársaukann lærist að þola með endurteknum meðferðum, en það getur verið gríðarlega sárt að fara í fyrsta sinn.

Hér fara fimm lítt þekktar en nytsamlegar staðreyndir og hálfgerð húsráð úr smiðju Cosmopolitan, sem ágætt er að hafa bak við eyrað áður en lagt er upp í ferðalag til snyrtifræðings í þeim tilgangi að undirgangast vaxmeðferð – því meðferðin getur verið glettilega sár þó allt taki enda á augabragði!

.

ibuprofen-tablets-250x250

 

TAKTU BÓLGUEYÐANDI VERKJALYF KLUKKUTÍMA FYRR:

Ein bólgueyðandi verkjatafla getur gert gæfumun ef hún er tekin 30 mínútum fyrir heimsókn, því ekki bara getur verkunin dregið úr sársauka heldur einnig hjálpað að róa hörundið sem bregst stundum illa við áreitinu.

.

screenshot-i.dailymail.co.uk 2014-11-20 20-56-09

EKKI BÓKA TÎMA RÉTT ÁÐUR EN ÞÛ BYRJAR Â BLÆÐINGUM:

Hörundið er næmara fyrir áreiti á þessum tíma mánaðarins; þeas. rétt áður en blæðingar eiga að hefjast. Reyndu því að hafa þriggja sólarhringa regluna í huga – ef skemmra en þrír sólarhringar eru þar til blæðingar eiga að hefjast, er skynsamlegra að bíða þar til blæðingar eru yfirstaðnar.

.

1097358

EKKI KLÆÐAST AÐSNIÐNUM FÖTUM NÆSTU 48 TÍMANA:

Þessi regla ætti að vera algild hvort sem kona fer í bikinívax, ákveður að ganga alla leið og biðja um brasilískt eða óskar hreinlega eftir vaxi upp að hnjám. Hér er sú regla algild, að sé ætlunin að biðja um vaxmeðferð fyrir neðan mitti ætti aldrei að klæðast aðsniðnum buxum á leið út! Hættan á inngrónum hárum eykst, núningssár geta myndast vegna klæða að ekki sé talað um þá staðreynd að hárrótin er opin og næmari fyrir bakteríusýkingum.

.

pink-loo-roll-toilet-wallpaper4

TAKTU ÞVÎ MEÐ RÔ Â SALERNINU NÆSTU 2 SÔLARHINGA:

Já! Þetta er ekki grín! Er ætlunin að fara í bikinívax? Jafnvel brasilískt? Gættu þín þegar þú sest næst á klósettið. Tískan er jafn misjöfn og mennirnir eru margir, en ef ætlunin er að bjóða snyrtifræðing að snyrta hárvöxtinn kringum heilagasta vé allra kvenna, skaltu fara varlega næstu 48 klukkustundirnar þegar á klósettið er farið. Hárvöxturinn er leið náttúrunnar til að verja líkamann hnjaski og þegar hárvöxturinn er skyndilega fjarlægður … getur brugðið svo við að „bunan verði pínu skökk” í byrjun.

.

c320c2e4ea538f2553538e3222fad19b

BÔKAÐU TÎMA SÎÐDEGIS!

Almennt á litið er sársaukaþröskuldur líkamans hærri eftir hádegi en snemma morguns. Því er betra að hefja daginn á hefðbundinn hátt, ljúka við morgunverkin og trítla á snyrtistofu að vinnu lokinni. Eftirmiðdagurinn er bestur, því þá er kvöldþreytan ekki enn tekin að síga að.

SHARE