6 hlutir sem Jennifer Aniston gerir á hverjum morgni

Leikkonan síunga, Jennifer Aniston, er þekkt fyrir það að hugsa vel um bæði heilsu sína og útlit. Í viðtali við Today.com sagði Aniston frá því hvaða sex hluti hún gerir á hverjum morgni til þess að koma sér í gang fyrir daginn. Eflaust væri gáfulegt að tileikna sér eitthvað á þessum lista, þar sem Jennifer er að verða 47 ára og hefur aldrei litið betur út.

Sjá einnig: Jennifer Aniston er brjálæðislega hamingjusöm

jennifer-aniston-tease-today-160331_de3d5bdb11a6248d1de4bea20b1e1ef1.today-inline-large

Jennifer er yfirleitt komin á fætur í kringum hálf fimm á morgnana (já, á þeim tíma sem við hin köllum NÓTT). Hennar fyrsta verk er að fá sér heitt vatn með sítrónusneiðum í.

Næsta verk leikkonunnar er að þvo sér gaumgæfilega í framan, í þær gjörðir notar hún aðallega kalt vatn og góða húðsápu. Þetta segir hún vera ómissandi til þess að vakna vel.

Eftir sítrónuvatnið og andlitsþvottinn tekur Aniston sér yfirleitt 20 mínútur til þess að hugleiða. Hún hugleiðir á hverjum einasta morgni í að minnsta kosti 10 mínútur, en reynir að hafa hugleiðsluna allt að 20 mínútur ef hún má vera að.

Að lokinni hugleiðslu útbýr Jennifer morgunverð sem er í flestum tilfellum næringarríkur hristingur. Í blandarann fara meðal annars bláber, banani, hreint prótein, sætuefni, frosin berjablanda, macaduft og svolítið lífrænt kakó.

Síðasta atriðið í morgunrútínu Aniston er svo líkamsrækt. Að sögn Jennifer er mikilvægt að stunda fjölbreyttar æfingar en líkaminn er fljótur að venjast sömu rútínunni og næst meiri árangur með því að koma vöðvunum stöðugt á óvart. Sú líkamsrækt sem leikkonan stundar hvað mest þessa dagana er blanda af spinning og jóga. Þá tekur hún 30 mínútna krefjandi spinningæfingu og svo 40 mínútur af jóga í kjölfarið.

SHARE