6 merki þess að fólk sé að leyna litlu sjálfstrausti

Við verðum að vera sjálfsörugg í heiminum í dag til þess að lifa af. Það er erfitt og við getum ekki þóst vera það. Fólk sér í gegnum það þegar við erum að þykjast vera sjálfsörugg, sama hversu mikið við reynum að leyna því. Sjálfsöryggi þitt sprettur ekki af áliti annarra, heldur af því hvað þér finnst um þig og þitt virði. Þegar þú ert ekki samkvæm/ur þér getur það leitt til lágs sjálfsmats eða sjálfstrausts. Hér eru nokkur dæmi um fólk sem virðist sjálfsöruggt en sannleikurinn er allt annar:

050544-rikki-markson

1. Þau líta út fyrir að vera of til höfð á meðal almennings

Ég er ekki að segja að allir sem eru vel til hafðir séu að leyna lágu sjálfsmati, en fólk sem finnst það þurfa að taka sér klukkutíma í að hafa sig til, bara til þess að fara í búðina, hefur klárlega áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Þú heldur kannski að þú hafir áhrif á það hvernig aðrir horfa á útlit þitt, en þú ert að eyða tíma þínum, því öllum er sama um það hvernig þú lítur út. Fólk fer í búðina og kaupir það sem það þarf og fer síðan út. Ef eitthvað er, þá er tekið eftir þér fyrir að vera of fín eða fínn fyrir tilefnið.

2. Þau líta alltaf út fyrir að vera of upptekin á meðal almennings

Hugsanlega eru flestir sem eru sekir af þessu á einhverjum tímapunkti. Segjum svo að þú sért að bíða í röð, og í stað þess að horfa eitthvað út í loftið og á fólkið í kringum þig, þá tekur þú upp símann og þykist hafa eitthvað áhugavert til að lesa. En þú ert kannski bara í Candy Crush af því þér finnst vandræðalegt að gera ekki neitt. Við viljum bara líta út fyrir að vera upptekin og fólk með lágt sjálfsmat á það til að hafa of miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst.

3. Þau álíta að þau viti hvað aðrir eru að hugsa… því þannig hugsa þau

Fólk með lágt sjálfsmat er mjög upptekið af því að líta óaðfinnanlega út.  Þau keppast við að líta út fyrir að vera öðruvísi en þau í raun eru. Þau halda að aðrir hafa tíma og löngun til þess að skoða þau og dæma, en það er í raun speglun af þeirra eigin hugsunarhætti. Manneskja sem klæðir sig upp þegar hún fer út á bensínstöð, er líklegast fyrsta manneskjan til að dæma manneskjuna sem hleypti sjálfri sér út í kósígallanum. Manneskjan sem þykist vera upptekin við mikilvæg verkefni í símanum sínum, er sú fyrsta sem tekur eftir manneskjunni sem situr bara og gerir ekki neitt. Í rauninni er manneskjan sem fór út í kósígallanum og sú sem situr og bíður í raun með hærra sjálfmat, af því að þeim er alveg sama hvað öðrum finnst.

4. Þau láta sig hafa það eða flýja vandamál til að takast á við stress

Sjálfsöruggt fólk tekst á við streitu með því að takast á við vandamálið og læra af því. Fólk með lágt sjálfsmat tekst á við streitu t.d. með því að drekka, reykja eða stefna sér í vafasama hegðun, sem getur verið skemmandi fyrir þau eða aðra í kringum þau. Þau verða mjög stressuð og eyða orku sinni í slæma ávana, sem leysa engan vanda. Ef við gætum tekist beint á við vandann, myndum við átta okkur á því að það er mun auðveldara en að forðast hann.

5. Þau eru óheiðarleg við sjálfa og aðra

Sjálfsöruggir einstaklingar hafa ekkert að fela og eru þess vegna sannari einstaklingar en þeir sem skammast sín fyrir eitthvað innra með sér og eiga það til að segja ekki allan sannleikann. Við erum alltaf spegilmynd af okkur sjálfum. Það er betra að vera heiðarlegur við sjálfan sig og stefna að því að breyta því sem þér líkar ekki við í fari þínu.

6. Þau sýna hroka frekar en sjálfstraust

Það er mikill munur á því að hafa sjálfstraust og að vera hrokafullur. Sjálfstraust fólk getur staðið og fallið sjálfum sér á meðan hrokafullt fólk heldur því fram að það viti allt best, án þess að geta sýnt fram á það. Hrokafullt fólk er fyrst til að benda á galla annarra, en sjálfstraust fólk hjálpar öðrum að ná markmiðum sínum. Hrokafylli er ekki sjálfstraust, heldur er það sjálfshverfa. Á meðan hrokafullt fólk leitar að leiðum til að bæta sinn eigin heim, mun sjálfstraust fólk reyna að bæta heiminn í kringum sig.

Sjá einnig: Hvað er hægt að gera til að auka sjálfstraustið? – 9 atriði

SHARE