7 atriði um siðblindu sem þú vissir ekki

Það er siðblint fólk úti um allt. Bókstaflega allsstaðar! Þeir eru í sjónvarpinu, í uppáhaldsbíómyndinni þinni, á skrifstofunni eða bara í næsta sæti við þig í strætó. Talið er að um 5% fólks sé með tilhneigingu til siðblindu. Það tala margir frjálslega um siðblindu en það eru ekki allir eins sem eru með þess geðvillu, eins og þetta er kallað í sumum orðabókum.

Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um siðblindu sem gott er að vita:

Siðblinda er ekki geðsjúkdómur

Þó hugtakinu siðblindu sé oft kastað fram í réttarkerfinu og fjölmiðlum er hún ekki viðurkenndur geðsjúkdómur. Læknar eru ekki að nota siðblindu nema sem fylgikvilla annarra andfélagslegra sjúkdóma eins og persónuleikaröskunar. hafa haldið því fram að siðblinda sé bara einn angi af persónuleikaröskun. Siðblindir einstaklingar finna ekki fyrir samkennd og tilfinningum til annarra. Þeir eru sjálfselskir, fá ekki sektarkennd og eru í mörgum tilfellum með mjög yfirborðskenndan þokka sem heillar og dregur fólk að þeim.

Sjá einnig: Eru þeir ríku spilltari og siðblindari en „meðalmaðurinn“ – Myndband

Það eru nokkur stig siðblindu

Það er freistandi að sjá siðblindu sem annað hvort svart eða hvítt. Það er hinsvegar hægt að vera á siðblindurófi, eins og oft er talað um í tengslum við einhverfu. Þess vegna er hægt að vera með minniháttar siðblind og svo allt út í mjög alvarlega siðblindu. Sumir siðblindir einstaklingar eru með einhver einkenni siðblindu en alls ekki öll. Þeir geta verið með mörg einkenni á meðan önnur einkenni eru kannski ekki einu sinni til staðar. Þar sem siðblinda er ekki viðurkenndur sjúkdómur eru engin próf til sem geta sagt til um það fyrir víst að einstaklingur sé siðblindur. Það sem er oftast notað til að greina siðblindu er listi sem gerður var af Robert D. Hare uppúr 1970.

 

Siðblinda og persónuleikatruflun eru ekki það sama

Það eru margir sem halda að Siðblinda (Psychopathy) og persónuleikatruflun (Sociopathy) séu það sama, en nýjustu rannsóknir sýna að það er ekki rétt. Hvort tveggja einkennist af því að fólk er ekki alveg með það á hreinu hvað er rétt og rangt og finnur ekki fyrir samkennd, en það eru samt nokkur atriði sem aðgreina þetta tvennt. Samkvæmt L. Michael geðlækni við Sacramento County Mental Health Treatment Center, liggur munurinn í því hvort einstaklingurinn er með samvisku. Siðblindur einstaklingur er einfaldlega ekki með samvisku. Hann myndi stela frá þér án þess að fá vott af samviskubiti. Hann myndi kannski þykjast sjá eftir þessu ef hann yrði gómaður. Einstaklingur með persónuleikartruflun, hinsvegar, skilur að hann má ekki stela og gæti jafnvel séð eftir því en það mun ekki stoppa hann í að gera þetta aftur. Siðblindur aðili hugsar miklu minna um aðra og þeirra tilfinningar.

Sjá einnig: Hvað er persónuleikaröskun? – Einkenni og úrræði

Siðblindur einstaklingur er góður í því að blandast inn í hópinn. Þeir virðast heillandi, vel gefinn og látast jafnvel vera með tilfinningar sem hann finnur ekki fyrir í raun. „Þeir eru góðir leikarar sem eru með þann eina tilgang að draga fólk á asnaeyrunum til þess að græða eitthvað á þeim,“ segir Michael.

Siðblindir eru ekki alltaf ofbeldishneigðir

Í bíómyndum og þáttum í sjónvarpinu er oft talað um siðblinda (psychopaths) sem morðóða geðsjúklinga. Dæmi um það eru Hannibal Lecter og Dexter. Í raunveruleikanum þarf það ekki að vera að siðblind manneskja brjóti lög.

Aðaleinkenni siðblindra er ekki ofbeldishneigð heldur þessi sjálfsdýrkun, skortur á samkennd og það að draga fólk á asnaeyrunum. Auðvitað verða þessi einkenni oft til þess að fólk fer að brjóta af sér, en flestir koma sér áfram á þessum „hæfileikum“. Margir siðblindir komast langt í viðskiptum vegna miskunnarleysis síns, en fjölmargir forstjórar stórra fyrirtækja eru siðblindir. Aðrir starfsvettvangar sem siðblindir sækjast í eru lögfræði, fjölmiðlun og sölumennska.

…. Það er fullt af siðblindum í fangelsi

Það eru ekki allir siðblindir ofbeldishneigðir, en að er samt fullt af ofbeldishneigðu fólki siðblint. Það er ekki algilt að manneskja með einkenni siðblindu muni enda í fangelsi en við getum ekki horft framhjá því að samkvæmt rannsóknum eru mjög margir siðblindir aðilar í fangelsi. Sumar rannsóknir sýna að 50- 80% fanga sýna mjög andfélagslega hegðun og 15% fanga séu að öllum líkindum siðblindir, sem skarast á við það að það séu einungis 5% alls fólks með siðblindu.

Sjá einnig: Siðblinda er ólæknandi – Kannast þú við þessi einkenni?

Siðblindar konur og siðblindir karlmenn eru ekki endilega með sömu einkenni

Rannsóknir í gegnum árin hafa sýnt að siðblindir í fangelsum eru oftast karlmenn. Vísindamenn og geðlæknar hafa komið með nokkrar ástæður fyrir þessu. Sumir hafa sagt að þetta sé vegna þess að líffræðilegur munur sé á kynjunum. Aðrir telja að konur komist frekar upp með glæpi en karlar, því samfélagið búist síður við því að konur séu siðblindar en karlar.

Rannsóknir hafa samt sýnt það líka að konur sem eru siðblindar eru alveg jafn hættulegar og siðblindir karlar.

Heilinn hefur áhrif

Það er erfitt að rannsaka siðblindu vegna þess að það er erfitt að greina hana. Það er samt vitað að fremri hluti heilans, sem stjórna tilfinningum og samkennd, hefur mikið um það að segja hvort einstaklingar séu siðblindir.

 

Heimildir: MedicalDaily

SHARE