Við þekkjum eflaust öll hvernig ískaldur norðangarrinn fer með húðina. Maður rétt bregður sér í klukkutíma göngutúr og er að berjast við þurrkubletti og ójafna húð það sem eftir lifir viku!

Hér eru nokkrar leiðir til að berjast gegn þessu.

1. Vatnsdrykkja

Vatn er lífsins elexír. Það er mikilvægt að halda rakastiginu í líkamanum réttu og með daglegri (og ríflegri) má sjá verulegan mun á húðinni.

2. Notaðu mýkjandi sápur

Sápur með mikilli lykt geta valdið ertingu og þurri húð. Reyndu að kaupa sápu sem er mýkjandi og hreinsar ekki um of náttúrulegar olíur húðarinnar.

3. Notaðu olíur

Það er gott að nota olíu til að halda húðinni mjúkri. Barnaolía er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Einnig er kókosolía og vaselín mjög góð í þessum tilgangi.

4. Varastu mjög heitar sturtur

Sjóðheitar sturtur geta verið freistandi á köldum vetrarmorgnum en þær geta farið illa með húðina. Ef sjóðheit sturta er nauðsynleg, er best að vera í styttri tíma.

5. Berðu kremin ríkulega á

Rakakrem skal bera á eins og þau séu að fara úr tísku. Hvort sem um er að tala handáburð, andlitskrem eða líkamskrem. Einnig er gott að nota mjög feit næturkrem sem virkilega smjúga inn í húðina.

6. Notaðu kornaskrúbb

Til þess að létta á þurri húð er gott að losa dauðu húðflögurnar af. Til dæmis má nota sykur og ólífuolíu og skrúbba sig með blöndunni. Blandan er bæði mild og nærandi.

7. Farðu í gufubað

Gufuböð eru gríðarlega hreinsandi. Reyndu að fara einu sinni í viku og þú munt sjá mikinn mun á húðinni og svo hafa gufuböðin líka heilsubætandi áhrif, sem er nú ekki verra! Vatnsdrykkja, kornaskrúbbur, góð rakakrem og gufuböð gera í alvörunni kraftaverk.

SHARE