Excel forritið er nytsamlegt til margra hluta: útbúa alls konar lista og útreikninga, tímaplön og margt fleira, en þetta er sá fyrsti sem við vitum um sem býr til listaverk með forritinu.
Tatsuo Horiuchi er 73 ára gamall. Fyrir 13 árum síðan, rétt áður en hann fór á eftirlaun, fann hann ástríðu sína í stafrænni list.
Þar sem að hann var ekki nógu efnaður til að kaupa og nota önnur grafíkforrit lét hann reyna á listhæfileika sína með því að skapa falleg og flókin listaverk sín með Excel.

Heimasíða

 

SHARE