9 áhugaverðar staðreyndir um svefn

Það getur verið skemmtilegt að rýna í staðreyndir sem tengjast svefn, sú algengasta er að fólk eyðir að meðaltali þriðjung ævinnar í svefn, það þýðir að manneskja sem er 75 ára hefur verið sofandi í u.þ.b. 25 ár.

Hér koma nokkrar fleiri staðreyndir:
1.    Það er ómögulega hægt að segja til um hvort manneskja sé í raun vakandi án læknisfræðilegra athuganna vegna þess að sumir sofa með opin augun án þess að vita af því.

2.    Ef það tekur þig innan við 5 mínútur að sofna á kvöldin þá er það merki um svefnskort, það ætti að taka milli 10-15 mínútur að sofna.

3.    Þegar okkur dreymir í REM (Rapid eye-movement) svefni þá eru draumarnir oft furðulegir, en þegar okkur dreymir í non-REM svefni þá eru draumarnir ekki byggðir á jafn miklu ímyndunarafli.

4.    Því hefur áður verið haldið fram að okkur dreymir einungis í REM-svefni, en nú er haldið að okkur getur dreymt í öllum stigum svefns.

5.    Samkvæmt Kanadískri rannsókn minnkar hættan á umferðaslysum þegar klukkunni er breytt með svokölluðum Daylight-saving time sem tíðkast víðsvegar í heiminum.

6.    Rannsóknir hafa sýnt fram á að algengt er að foreldrar missi 400-750 klukkustundir í svefn árið eftir að hafa eignast nýtt barn. Það gera milli 1-2 klukkustundir hverja nótt.

7.    Með því að vaka í 17 klukkustundir er talið að vinnuframlag hafi minnkað töluvert og sé í líkingu við að hafa alkóhólmagn í blóði 0,05%.

8.    Fólk hrýtur ekki í REM-svefni.

9.    Megnið af því sem maðurinn veit um svefn höfum við lært síðustu 25 ár.

SHARE