Hvernig á að ala upp gáfuð börn!

Það er engin nýjung að lestur er talinn hollur öllum. Hann bætir tungumálakunnáttu, eykur orðaforða, stuðlar að lengri einbeitingu og virkara hugmyndaflugi.  Það er aldrei of snemmt að byrja að lesa fyrir börnin sín.

Samkvæmt vísindamönnum í háskóla í Chicago myndast mikilvægar tengingar milli heilafrumna við það að lesið sé fyrir börnin.  Þessar tengingar viðhaldast svo það sem eftir lifir.

Rannsóknirnar sýna að börn sem lesið er fyrir eru mun betur undirbúin fyrir skólagönguna.  Þau eiga auðveldara með að læra að lesa og skrifa og hafa meiri orðaforða en jafnaldrar sínir sem ekki hefur verið lesið fyrir.  Börn sem lesið hefur verið fyrir kunna einnig betur að meta bókmenntir og vita fyrir víst að hægt sé að nota bókmenntir sér til upplýsingar jafnt sem skemmtunar.

 

Góðar leiðir til að gera lesturinn áhugaverðari fyrir börn:

Hafðu spennandi og skemmtilegar bækur til taks. Bókasöfn er tilvalin leið til að auka úrvalið á heimilinu.  Ferðin á bókasafnið er ekki síður skemmtileg og kennir börnunum að umgangast og bera virðingu fyrir bókum.

Leyfðu börnunum að finna að þú nýtur þess að lesa, það mun styrkja hugmyndina um að lestur sé skemmtilegur.

Farðu reglulega á bókasafnið og sýndu börnunum að með því að opna mismunandi bækur ertu að opna mismunandi heima fyrir þeim.

Finndu rólegan og góðan stað á heimilinu til að njóta bókanna, hvort heldur sem er í herberginu eða á öðrum notarlegum stað á heimilinu.

Talaðu um sögurnar sem þið lesið saman, jafnvel eftir hverja blaðsíðu og spurðu spurninga um söguna og eins hvað barnið gæti hafa lært af lestrinum.

Lestu fyrir barnið alla daga.

 

Heimild: Babycenter.

SHARE