3 leiðir til að sinna þér betur

Það er mikilvægt að sinna sjálfum sér vel og á þann hátt bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu.

Það er ekki sjálfselska að sinna sjálfum sér nei það er sjálfsmildi og það er nokkuð sem við þurfum öll á að halda.

Í þeim mikla hraða sem við búum í dag vill það oft gleymast að næra eigið sjálf.

Hér koma 3 einfaldar leiðir til að næra eigið sjálf og þar með hugsa vel um eigin heilsu.

3 leiðir ; 

 

Hreyfðu þig daglega ekki af því þú þarft þess heldur af því það er gott og gaman. Finndu þér hreyfingu sem þér finnst skemmtileg t.d ganga, hjóla, synda eða bara hvað sem er.

Það þarf bara að hreyfa sig skipulega í 30 mín á dag til að efla heilsuna og lífsgæðin.

Skapaðu þér morgunrútínu þar sem þú átt 15 mín með sjálfri þér áður en amstur dagsins byrjar. Notaðu þessar 15 mínútur í að vekja þig á þann hátt sem þér finnst gott t.d með hugleiðslu, teygjum. góður kaffibolli eða sturta. Bara hvað sem virkar fyrir þig.

Veldu þér holla millibita í deginu þannig nærðu betri orku og líkaminn verður heilbrigðari. Hollt snakk eins og grænmeti, ávextir, hnetur og annað slíkt er tær snilld og þaðan kemur alvöru orka en ekki bara skyndiorka eins og af súkkulaðistykkinu.

Sjá meira; 5 ráð til að bæta sjálfstraustið

Elskaðu þig og settu þig í fyrsta sæti. Það er gott fyrir þig og alla sem eru samferða þér í lífinu.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here