Læknar sögðu foreldrum að litli drengurinn þeirra væri látinn – Móðir barnsins lífgaði drenginn við með því að nota sérstaka aðferð – Ótrúlegt kraftaverk!

Eftirfarandi saga er dæmi um sannkallað kraftaverk.

Læknarnir sögðu foreldrunum að litli drengurinn væri látinn

Kate Ogg var buguð af sorg þegar læknarnir sögðu henni að þeir gætu ekki bjargað barni hennar sem fæddist við lok tuttugust og sjöundu viku meðgöngu og vó þá 4 merkur ( 1000gr). Grátandi umvafði hún líflausan drenginn sinn og sleppti honum ekki þegar átti að taka hann úr fangi hennar. Litla drengnum var gefið nafnið Jamie. Tvíbuarasystir hans, Emily andaði örugglega og átti ekki í vandræðum. Læknarnir urðu að segja móðurinni það sem allar mæður óttast að heyra. Barátta þeirra við að fá drenginn til að anda hefði engan árangur borið og hann væri dáin. Móðirin tók barnið úr teppinu og hélt því nöktu upp við líkama sinn. Þannig faðmaði hún drenginn, strauk honum  og talaði við hann og þá gerðist undrið, eitthvað alveg ótrúlegt og óskiljanlegt. Drengurinn fór að sýna merki um líf.  Fyrst var það bara eins og hann væri að gleypa loft og læknarnir sögðu að þetta væru taugaviðbrögð. Móðirin setti dropa af brjóstmjólk með fingrinum á varir drengsins og í því byrjaði hann að anda.

Opnaði augun og greip í fingur móður sinnar

Guð minn góður, hvað er að gerast? segist móðirin hafa hugsað. Rétt á eftir opnaði hann augun. Þetta var kraftaverk. „Svo teygði hann úr handleggnum og greip í fingurinn á mér. Hann var með opin augun og hreyfði höfuðið“.  Læknirinn sem var hjá þeim stóð bara og hristi höfuðið og margendurtók- „Ég trúi þessu ekki, ég trúi þessu ekki!“

Læknar telja að það hafi mikinn lækningarmátt fyrir veik ungbörn að liggja nakin upp við nakinn líkama móður eða föður

Kate Ogg, móðirin kom fram í sjónvarpsviðtali  og sagði frá reynslu sinni. Breskir læknar telja að það hafi mikinn lækningamátt fyrir veik ungbörn að láta þau liggja nakin upp við nakinn líkama föður eða móður.  Kate var með viðtalinu að hvetja fólk til að hika ekki við að veita barninu þessa hjálp ef hennar væri þörf.

Yfirleitt er þotið með börnin í gjörgæslu ef vandamál koma upp við fæðingu. En þegar kengúruaðferðinni er beitt (nefnd eftir kengúrunum sem hafa afkvæmi sín í poka fyrst eftir fæðingu) er móðirin lifandi hitakassi sem heldur hlýju á barninu, örvar það og gefur því að borða. Fyrirburar og börn sem fæðast mjög létt sem hefur verið hjúkrað með  kengúruaðferðinni hafa sjaldnar fengið sýkingar, ekki veikst eins alvarlega, sofa betur og eru ekki í sömu hættu að ofþorna eins og börnin sem eru sett í kassa.


Ég tók Jamie úr teppinu, hann var alveg máttlaus og ég lagði hann á bringuna á mér og byrjaði að strjúka honum

Kate og maður hennar David sögðu frá því að læknarnir hefðu gefist upp þegar þeir voru í þrjá klukkutíma búnir að berjast og reyna allt sem þeir gátu til að bjarga syni þeirra. Læknirinn spurði mig hvort við hefðum verið búin að ákveða nafn á drenginn og ég sagði já, Jamie. Þá snéri hann sér að mér með Jamie, sem var vafinn inn í teppi í fangi hans og sagði „Við gátum ekki bjargað Jamie, mér þykir það leitt“.

„Ég tók Jamie út teppinu, hann var alveg máttlaus og ég lagði hann á bringuna á mér og byrjaði að strjúka honum og tala við hann. Ég sagði honum að hann ætti systur og hvað okkur langaði til að gera með honum þegar hann væri orðinn stór. Öðru hvoru gleypti hann loft og læknarnir sögðu að það væri taugaviðbrögð. En svo fann ég að hann hreyfði sig og hann fór að reyna að anda. Ég lét mjólk úr mér drjúpa á fingurinn á mér og gaf honum á varirnar. Það var eins og hann tæki við mjólkinni og svo fór hann að anda reglulega.

Hjónin voru með drenginn sinn, sem nú er orðinn fimm mánaða gamall, hraustur strákur þegar viðtalið var tekið við þau. David bætti við í lok viðtalsins að hann væri ótrúlega lánsamur maður að eiga svona öfluga og vitra eiginkonu.   „Af eðlishvöt gerði hún það sem hún gerði. Ef hún hefði ekki brugðist svona við væri Jamie líklegast ekki hér hjá okkur“.  Móðurástin er yndisleg.

Hér getur þú séð myndbandið af þessu fólki segja sína ótrúlegu sögu.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”FJ39-KJr_vA”]

Heimild

SHARE