Telja að þunglyndislyf sem tekin eru að staðaldri geti valdið sykursýki 2 – Vilja að áhrif þunglyndislyfja séu rannsökuð frekar

Vísindamenn sem hafa rannsakað áhrif þunglyndislyfja sem mikill fjöldi fólks tekur að staðaldri, vara við þeim og segja að þau geti valdið sykursýki 2.

Algengt er að þunglyndislyf valdi þyngdaraukningu

Mjög viðamikil rannsókn var gerð á fólki sem tekur þunglyndislyf að staðaldri og leiddi hún í ljós að þeir eru í mun meiri hættu að fá sykursýki 2 en þeir sem taka ekki þessi lyf. Grunur leikur á að þetta sé vegna þess að þunglyndislyf valda yfirleitt þyngdaraukningu sem aftur á móti getur valdið sykursýki 2.

Þrátt fyrir þessi miklu líkindi vilja þeir ekki enn fullyrða að þunglyndislyf valdi sykursýki 2.

Sérfræðingar segja að læknar ávísi þessum lyfjum í miklum mæli án þess að vita um langtíma áhrif þeirra. Það er líka alltof algengt að lyf fólks séu ekki endurskoðuð eftir langtímanotkun. Margir tala um að þunglyndislyf ættu í flestum tilvikum að vera tímabundin lausn.

Þunglyndislyf geta valdið mikilli þyngdaraukningu sem dregur úr hæfni líkamans til að stjórna blóðsykrinum sem svo kemur sykursýki af stað.

Notkun þunglyndislyfja verður algengari með hverju árinu sem líður.

Vísindamenn kalla eftir rannsóknum á afleiðingum langvinnrar notkunar á þunlyndislyfjum og segja að nú þegar séu vísbendingar um skaðsemi þeirra sem þurfi að rannsaka. Þeir hvetja til að fólk sé stutt í ríkari mæli en nú er gert, til að breyta lífsháttum sínum og reyna á þann hátt að takast á við þunglyndið frekar en að reiða sig eingöngu á lyf. Talað hefur verið um að reglubundin hreyfing geti dregið úr þunglyndi og D-vítamín inntaka. Það er einnig mikilvægt að fá Omega 3 og ýmislegt annað sem vert getur verið að prófa áður en fólk ákveður að taka geðlyf.

Fleiri og fleiri greinast með sykursýki 2 og sífellt eykst fjöldi þeirra sem taka þunglyndislyf til lengri eða skemmri tíma. Vísindamenn telja nauðsynlegt að líta heildstætt á málið og skoða hvort hér sé samband á milli.

 

Heimild

SHARE