Ætlar sér að lifa einungis á ljósi, lofti og vatni

Ætlar sér að lifa á ljósi, lofti og vatni 

 

Yfirleitt er talið vera skynsamlegt að borða. Maturinn fullnægir grunnþörfum okkar og einnig getur verið mjög ánægjulegt að borða.

En Navenna Shine er ekki á sama máli.

Konan sem er bresk og býr í Seattle er nýlega byrjuð á tilraun sem hún kallar  “Að lifa á ljósinu,” og felst í því að hún fær sams konar næringu og plönturnar, þ.e. vatn, loft og „ljós“.   Shine segir að þetta sé ekki ljós í venjulegum skilningi heldur nærandi uppspretta sem er þegar til staðar í líkama okkar, huga og sál.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”UaiKe8BReqw”]

Konan er 65 ára gömul og tilraunin hefur nú þegar staðið í 32 daga.  Hún sýnir á fésbókarsíðu sinni að hún hefur komið fyrir átta myndavélum víða um húsið hjá sér svo að hægt sé að fylgjast með að hún „svindli“ ekki og sé ekki að laumast til að fá sér bita. Hún ætlar sér að komast að því hvort maður þarf endilega að borða.   Hún setur líka upplýsingar um gang mála inn á YouTube.

 

Þegar hún hafði lést um 10kg skrifaði Navenna:  “Ég held að líkaminn hafi nú notað alla fitu sem hann hafði í geymslu og nú kemur í ljós hvort hann finnur og getur tengst uppsprettu „ljóssins“  eða hvort hann verður áfram að taka af sjálfum sér til að lifa.

Hún hefur greint frá því að hún þjáist af ógleði, sé mjög þreytt, orkulaus og með svima.

 

Næringarfræðingar segja að maðurinn þurfi mat og næringu til að lifa. Ef líkaminn fær ekki næringu veslast hann upp og að því kemur að hjartað hættir að slá.

Navenna Shine telur að hún geti haldið þessari tilraun áfram í fjóra til sex mánuði og þá munum við vita, segir hún hvort manneskja getur lifað án þess að borða. Hún mun þó hætta við tilraunina ef hún telur að heilsu hennar sé hætta búin.  Hún er  ekki undir lækniseftirliti

Þessi tilraun minnir um margt á hugmyndafræði  Yoga hóps sem segist lifa eingöngu á lofti og sólarljósi. Margir í hópnum  segja að vatn sé líkamanum ekki nauðsynlegt.   Leiðtogi hópsins, áströlsk kona að nafni Ellen Greve segist hafa lifað á „ljósi“ einu saman frá því 1993. Hún er sökuð um að bera ábyrgð á dauða margra fylgjenda sinna.

 

Talið er að maðurinn geti lifað án fastrar fæðu í allt að tvo mánuði en það sé ekki og aldrei ráðlegt.  Þegar líkaminn fær ekki lengur fæðu fara af stað flókin efnaskipti og hann notar sykrur sem líkaminn geymir.  Fyrst gengur líkaminn  á fituforðann og síðan á vöðvana, því að líffærin verða að fá orku til að gegna hlutverki sínu.

 

Þegar líkaminn fær ekki lengur neina orku gefast líffærin upp og hjartaáfall er algengasta dánarorsök vegna sveltis.

Hér er nýjasta myndband hennar og hér hefur hún lést töluvert.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Tg42UXKzRO0”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here