Af hverju er gott fyrir mig að stunda kynlíf – 7 ástæður

Eflir virkni heilans.
1. Þegar þú færð fullnægingu eykst dópamínið í líkamanum, hormónið sem bætir m.a minni. Svo að fáðu eins mikið af fullnægingum og þú getur, þú bara getur ekki tapað á því, bæði verður þú hamingjusöm/samur og aktífari í daglegu lífi.

Brennir kaloríum
2. Nennir þú ekki í ræktina? kynlíf er auðveld lausn, dragðu elskhugann frekar inn í herbergi og gerið skemmtilegustu líkamsræktaræfingar sem til eru, kynlífs-æfingar! 30 mínútur af kynlífi geta brennt um 150 kaloríum, taktu þér langt og gott kynlífs – session í staðinn fyrir að fara á hlaupabrettið. Gott og gaman!

Minnkar stress
3. Flest erum við voðalega stressuð, allaveganna ég! þegar við erum stressuð leysist hormón út í líkamann sem heitir Cortisol. Cortisol er svokallað stress hormón og getur til dæmis orsakað þyngdaraukningu og of háan blóðsykur. Þegar þú færð smá sexy time af og til, slappar þú betur af og þar af leiðandi er minna af cortisol í líkaman þínum, win win.

Þú ert heilbrigðari
4. Kynlíf getur í alvörunni komið í veg fyrir kvef, allt hormóni sem kallast prolactin að þakka. Við tökum smá kynlíf fram yfir kvefpest anytime.

Það hjálpar þér að sofa betur
5. Þegar þú stundar kynlíf, leysist hormónið oxytocin út í líkamann, oft kallað “kúrhormónið” ekki nóg með að það geri þig nánari maka þínum heldur hjálpar það þér að sofa betur líka.

Þjálfar vöðva
6. Já, þú getur losað þig við samviskubitið ef þú gleymdir að fara í ræktina í dag og stundar kynlíf í staðinn. Kynlíf reynir á ýmsa vöðva líkamans og styrkir þá þar sem þú notar ýmsa vöðvahópa í fjölbreyttu kynlífi.

Gott fyrir hjartað
7. Kynlíf hjálpar til við myndun testesteróns í líkama okkar. Testesterón gefur þér orku og styrkir mikilvæga líkamsparta eins og vöðva, hjarta og bein

Við getum líklega öll verið sammála um að kynlíf er æði – Gaman saman!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here