Amy Schumer í skýjunum eftir fitusog

Amy Schumer (40) hefur verið mjög opin með það við aðdáendur að hún hafi farið fitusog en hún deildi því á Instagram í janúar. Amy sagði frá því samtali við Hoda Kotb að hún væri mjög ánægð með útkomuna og henni liði mjög vel. Hún segir jafnframt að hún hafi fundið fyrir bættu sjálfstrausti eftir aðgerðina. Fyrir hafi hún reynt allskyns aðferðir og hún sé með legslímuflakk sem hafi orðið til þess að hún átti erfitt með að losna við magann. „Þetta hefur verið óþægilegt, líkamlega óþægilegt. Svo ég gerði þetta og það virkaði og mér líður miklu betur með sjálfa mig. Ég vil deila þessu með fólki því ég get ekki verið að ljúga til um þetta, ég bara get það ekki.“

Sjá einnig: Lítill drengur grætur á leið yfir landamærin

Amy hafði áður talað um að hún væri ekki hrifin af lýtaaðgerðum svo þetta kom mörgum á óvart. En við segjum bara: Ef hún er ánægð þá er það það eina sem skiptir máli. Lifum og leyfum öðrum að lifa.

SHARE