AndreA boutique – Töffaraleg búð í Hafnarfirði – Myndir

Sköpunargáfan er henni í blóð borin. Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður hefur verið að blómstra undanfarin misseri og litadýrðin er alls ráðandi.

Nýja nóv/des línan er komin í hús sem inniheldur síðar kögurpeysur, kvenlega blúnduboli í fallegum litum og peplum boli í allskonar munstrum.

AndreA boutique í Hafnafirði er töffaraleg búð sem auðvelt að að gleyma sér í.  Innan um glitrandi skart frá 4949 og litla “minime” kjóla lætur maður sig dreyma um að eignast  ný flagsandi pils og endurnýja fataskápinn með skinnum og litríkum klútum.

Persónulega er ég bálskotin í þessum flíkum hér að neðan:

 Peplum bolur 16.990

Síð peysa 28.900

Peysa 19.900

Blúndubolur 14.990

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here