Arna Bára er á Miami í bodypaint keppni og fegurðarsamkeppni

Arna Bára Karlsdóttir, sem vann Playboy Miss Social keppnina og fékk þau verðlaun að fara á Playboy setrið í LA, er nú farin til Miami þar sem hún mun fara í myndatökur, taka þátt í bodypaint keppni og fegurðarsamkeppni. Arna auglýsti fyrr í vikunni eftir fjárframlögum sem styrk til að fara út til Miami í tökur. Söfnunin hefur greinilega gengið vel þar sem Arna Bára flaug til Miami síðastliðinn miðvikudag.

Við spjölluðum aðeins við Örnu og spurðum hana hvað hún væri að fara að gera í Miami.

Hvernig verður ferðin?

“þetta eru semsagt 75 Módel 20 og eitthvað ljósmyndarar! Lúxus hótel og risaströnd sem töku svæði og huge snekkja. Það verður fegurðarsamkeppni og bodypaint keppni og alls konar keppnir þessa helgi.” Segir Arna.

Þetta verður glamour ferð

Aðspurð segir Arna að ferðin eigi bara að vera skemmtileg “Þetta er alger glamour ferð og á bara að vera gaman. Þetta eru allt þekktir ljósmyndarar og fara þessar myndir í alls konar blöð og síður.”

 

Keppnin er á vegum SOBE modeling og Arna er mætt í sólina á Miami.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here