Asískir klístraðir kjúklingavængir

Ooohhh…..þessa er svo æðislegt að gera á föstudögum……eða bara á öllum dögum. Takk Matarlyst fyrir þessa geggjuðu uppskrift.

Uppskriftin er fyrir 4-5

Hráefni

3 pakkningar vængir hver pakkning er u.þ.b 900 g
1 tsk sesamolía
4 msk sídrónusafi
4 msk sherry eða chinese cooking wine
4 msk soy sósa
4 msk púðusykur
2 msk sriracha sósa
3 msk hosin sósa
3 msk oyster sósa
½ bolli (120 ml) tómatsósa
8 hvítlauksrif pressuð
2 msk engifer ferskt rifið fínt niður.

Aðferð

– Setjið öll hráefnin saman í skál blandið saman.
– Skerið kjúklingavængina í tvennt við liðinn.
– Setjið út í skálina látið marenerast í 10-60 mín.
– Hitið ofninn í 180 gráður og blástur
– Setjið bökunnarpappír á ofnplötur. – Raðið vængjunum á setjið inn í heitan ofninn í 25 mín.
– Takið út, hellið umfram vökva af plötunni, smyrjið restinni af mareneringunni (sem eftir er í skálinni) á vængina beggja vegna.
– Setjið vængina aftur inn í ofn í 25 mín.
– Setjið yfir rautt chili, vorlauk og sesamfræ.

Toppur

Vorlaukur
Rautt chili
Sesamfræ

Skerið vorlauk og chili niður í fínar sneiðar.
Dassið sesamfræum yfir ásamt vorlauk og chili.
Berið fram eitt og sér eða t.d með frönskum.

SHARE