Créme Brulée jólasmákökur

Ok, Créme Brulée er einhver besti eftirréttur sem ég get hugsað mér. Svo fann ég þessa uppskrift á netinu og hugsaðu með mér. HVAÐ GETUR KLIKKAÐ? Niðurstaðan var: Bestu smákökur sem ég hef smakkað!!

Uppskrift:

  • 170 gr. – Smjör
  • 110 gr. – Púðurykur
  • 100 gr. – Sykur
  • 1 stk – Egg
  • 1 msk – Vanilludropar
  • 240 gr. – Hveiti
  • 2 tsk – Maísmjöl
  • 1 tsk – Matarsódi
  • 1/4 tsk – salt

Krem:

  • 230 gr. – Rjómaostur
  • 150 gr. – Flórsykur
  • 1 tsk – Vanilludropar
  • sykur

Aðferð:

Setjið mjúkt smjörið og báða sykrana í hrærivél og hrærið vel saman eða þangað til að blandan er orðin mjúk og ljós. Bætið þá egginu og vanilludropunum í og hrærið vel saman.

Blandið svo saman í aðra skál þurrefnunum, hveiti, maísmjölinu, saltinu og matarsódanum. Setjið þurrefnin ofan í smjörblönduna og hafið hrærivélina á lægstu stillingu á meðan. Þegar degið er tilbúið myndið þið hæfilega stórar kúlur og raðið á smjörpappír. Þrýstið svo léttilega á hverja kúlu þannig að hún fletjist aðeins út. Hitið ofninn upp’í 175 °C gráður og bakið í c.a. 9-10 min. Látið kökurnar kólna vel áður en kremið er sett á.

Setjið rjómaostinn í hrærivél og hrærið í 1 min. Bætið því næst við flórsykrinum og vanilludropunum og hrærið vel saman.

Þegar kökurnar eru orðnar kaldar. Smyrjið þið kreminu á þær og hafið sykur í skál sem þið svo dýfið kökunum í þannig að það festist vel af sykri við kremið. Svo er það mál málanna. Nauðsynlegt er að bræða sykurinn aðeins með svona “Torch” ef þið eigið hann til. Gott er að brenna sykurinn örlítið en ekki of mikið. Hugsanlega getið þið líka notað langa kertakveikjara en það tekur örugglega lengri tíma.

SHARE