Það hafa margir listamenn komið með allskonar skemmtilegheit á netið, söng, uppistand og margt fleira, til að létta fólki stundir í sóttkví. Maður getur nú alveg orðið uppiskroppa með verkefni þegar maður er heima. Við viljum endilega að þið sendið okkur einhver svona skemmtileg verkefni sem þið gerið heima, hvað sem er. Sendið okkur á Facebook og við setjum þau skemmtilegustu í loftið.

Sjá einnig: „Börnin komast að því hvað við erum heimsk“

Hér er skemmtilegt atriði frá Góa leikara og Ingibjörgu konu hans. Greinilega miklir hæfileikar á þessu heimili.

Það skoraði enginn á ljósmóðurina og leikarann en hér kemur samt Ástardúett. Allt í einu er tími fyrir allskonar. Farið vel með ykkur. Við komumst í gegnum þetta saman.

Posted by Gói Karlsson on Þriðjudagur, 24. mars 2020
SHARE