Ávaxtakarfan – Sjá börnin sama boðskap og fullorðna fólkið?

Nú hef ég pælt töluvert í örsökum eineltis eða hegðun barna, en nú er ég er að tala um ung börn. Það vill þannig til, fyrir ykkur sem ekki vissuð, að einelti í leikskólum er nokkuð algengt, já leikskólum! Það eru börn á aldrinum 2-5 ára.

Er gott að ræða einelti fram og til baka við svona ung börn, það að kenna þeim hvað má og hvað má ekki eða er það aðeins slæm hegðun sem situr eftir? Börnin okkar fæðast ekki með það í sér að þau viti mun á hægri og vinstri, kunni stafróið eða hvernig á að hella uppá kaffi. En fæðast þau með það í sér að stríða eða niðurlægja aðra?

Hafið þið séð ávaxtakörfuna ?
Leikritið hefur góðan boðskap en fatta svona ung börn þennan boðskap sem er verið að sýna með leiknum ? Er ekki frekar ósennilegt að börn á leikskólaaldri átti sig á því, en hvað situr þá eftir? Jú það er stríðnin, þeim er í raun kennt að stríða og niðurlægja aðra frá a-ö eins og leikritið sýnir.
Ég ætla ekki að fara þylja hér upp alla ávaxtakörfuna en setning eins og „þú ert ljót, við viljum ekki leika við þig‘‘. Svo tala ég ekki um öll lögin sem innihalda stríðni og einelti. Af hverju mögulega að kenna 2-5 ára barni þessar setningar? Er það ekki alveg útí hött?

Eins má nefna með ofbeldishegðun barna og unglinga, en talið er að þau sem horfa mikið á ofbeldistengt sjónvarpsefni hegði sér frekar eftir því það meikar sens ekki satt? Hugsanlega má sama segja um genendur eineltis.
Hvað veldur því að börn á leikskólaaldri hegði sér svona? Tali um að annað barn sé ljótt eða leiðinlegt.
Eða skilji útundan yfir höfuð?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here