Blóðnasir barna – hvað er til ráða?

Hvað er til ráða?

Blóðnasir geta verið ógnvekjandi reynsla fyrir börn, sem hættir til að halda að eitthvað alvarlegt sé að þegar úr þeim blæðir svona mikið.

Helstu ástæður fyrir blóðnösum eru oftast afar meinlausar, eins og til dæmis að barnið hafi sært slímhúðina í nefinu með því að bora í nefið, snýta sér full harkalega eða hefur fengið högg á nefið í leik. Einnig gæti barnið hafa troðið aðskotahlut upp í nefið.

Blóðnasir koma þegar gat kemur á eina af litlu æðunum í slímhúðinni í nefinu.

Það blæðir úr nefinu – hvað áttu að gera?

Barnið verður oft hrætt við blóðið, þess vegna er mikilvægt að halda ró sinni.

Faðma skal barnið og tala rólega við það. Það er gott að segja: Þetta er ekkert hættulegt, nú skulum við setjast og þá er þetta næstum búið. Ég er hjá þér og ég skal passa þig.

Barnið er tekið í fangið á þér. Fingurnir eru klemmdir fast um nasirnar. Hægt er að halda um nefið með fingrunum, vasaklút eða þvottastykki. Klemma á neðsta, mjúka hluta nefsins með þumalfingri og vísifingri.

Það er mikilvægt að haldið sé fast og ákveðið með jöfnum þrýstingi.

Klemmt er áfram í 10 mínútur. Litið er á klukku til að fylgjast með því að réttur tími sé liðinn áður en sleppt er. Tíminn getur virst mjög lengi að líða þegar maður bíður.

Ef barnið er nógu stórt getur það sjálft klemmt þegar er búið að kenna því það.

Hægt er að fá lækni eða heilsugæsluhjúkrunarfræðing til að kenna réttu handtökin.

Ekki úr vegi að lesa sögu eða horfa á sjónvarpið meðan beðið er til að leiða athygli barnsins að öðru.

Þegar blóðnasirnar hafa stöðvast er best að barnið sé ekki í ærslafullum leik fyrstu klukkustundirnar þar sem sárið í nefinu er ennþá opið.

Segja þarf barninu að það megi ekki bora í nefið, nudda nefið, eða snýta sér næstu daga. Það tekur sárið nokkra daga að gróa.

Ef blæðingin heldur áfram á að endurtaka ofangreint, og ef það gengur ekki eftir þrjár tilraunir á að hafa samband við lækni.

Sjá einnig: Góð ráð varðandi barnauppeldi

Hvers vegna að þrýsta á nef barnsins?

Það sem gerist þegar klemmt er fast um nasir barnsins er einfaldlega að þú æðin er klemmd næstum saman. Þannig stöðvast blæðingin þegar hrúður myndast á sárinu við blóðstorknun.

Hvers vegna á barnið að sitja upprétt?

Mælt er með að barnið sitji upprétt því ef það hallar höfðinu aftur, eins og ráðlagt var í gamla daga, hækkar blóðþrýstingurinn í höfðinu. Þegar blóðþrýstingurinn hækkar er meiri þrýstingur á æðarnar og einfaldlega meira rennsli á blóðinu og þá er erfiðara að stöðva blæðinguna.

Blæðingin hættir því fyrr ef barnið er látið sitja upprétt.

Hvers vegna eru sum börn gjarnari á að fá blóðnasir en önnur?

Sum börn eru með æðar, sem liggja utar í slímhúðinni. Þegar æðin liggur svona nálægt yfirborði húðarinnar er hún viðkvæmari fyrir hnjaski.

Einnig eru sum börn sífellt að bora í nefið á sér. Þeim er því mun hættara við blóðnösum. Til að fyrirbyggja slíkt skal hafa neglur barnsins stuttklipptar og bera jafnvel svolítið vaselín inn í nasirnar til að mýka sár sem kynnu að vera þar.

Ef barnið er gjarnt á að fá blóðnasir gæti verið ráð að láta lækni líta á barnið til að athuga hvort það er með utanáliggjandi æð. Ef svo er er hægt að loka henni með minniháttar aðgerð.

Geta blóðnasir verið hættulegar?

Ef barnið er sífellt að fá blóðnasir sem er erfitt að stöðva á að láta lækni athuga barnið til að ganga úr skugga um að ekki sé neitt athugavert við storknunarhæfni blóðsins.

Ef barnið hefur troðið aðskotahlut upp í nefið skal láta lækni fjarlægja hann. Börn geta fundið upp á að troða ótrúlegustu hlutum upp í nefið. Til að „hluturinnýtist ekki lengra upp í nefið, er mælt með að láta lækni fjarlægja hann.

Hvenær á að leita læknis ef barnið er með blóðnasir?

  • Ef barnið fær blóðnasir eftir höfuðhögg.
  • Ef þig grunur leikur á að barnið sé með brotið nef.
  • Ef blóðnasirnar vilja ekki stöðvast. (Sjá leiðbeiningar hér að ofan).
  • Ef barnið fær oft blóðnasir sem tekur meira en 15 mínútur að stöðva.
  • Ef barnið er með öndunarerfiðleika.
  • Ef það blæðir úr fleiri stöðum, t.d. eyrum eða munnholi.
  • Ef barnið er með aðskotahlut í nefinu. (Barnið hefur troðið einhverju upp í nefið.)

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

SHARE