Brad Pitt að „deita“ sænska söngkonu

Uppi eru háværar raddir um það í Hollywood að Brad Pitt (58) sé farinn slá sér upp með sænsku söngkonunni Lykke Li (35). The Sun hélt því fram að þau væru nágrannar í Los Angeles og það hafi hjálpað þeim að halda sambandi þeirra leyndu. Heimildarmaður hefur meira að segja sagt að þau hafi verið að hittast í meira en hálft ár en hafi náð að fela það mjög vel. Þau hafa sést borða saman á nýjum veitingastað í Hollywood, sem er pastastaðurinn Mother Wolf, en hann hefur verið mjög vinsæll meðal fræga fólksins.

Sjá einnig: Móðir vekur mikla athygli vegna óléttubumbu sinnar

Það eru ekki margir mánuðir síðan heimildarmaður sagði UsWeekly að Brad væri alls ekki til í að fara að hitta neina konu. Skilnaðurinn við Angelina Jolie hafi tekið sinn toll og hann hafi ákveðið að einbeita sér að vinnunni.

SHARE