Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði

Enn ein æðisleg uppskrift fyrir jólabaksturinn frá Eldhússystrum

Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði 

170 gr mjúkt smjör 
155 gr sykur 
165 gr púðursykur 
2 egg 
2 tsk vanilludropar 
1 tsk lyftiduft 
1/2 tsk salt 
1/2 tsk kanill 
160 gr hveiti 
255 gr hafrar 
150 gr hvítt súkkulaði 
150 gr butterscotch karamella 

Kveikið á ofninum í 190°c 

Þeytið smjörið þangað til það verður ljóst og létt, bætið sykrinum og púðursykrinum saman við í nokkrum skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og þeytið. 

Hrærið saman hveiti, lyftidufti, salti, og kanill. Blandið hveitinu saman við smjörið og hrærið vel saman.  Hrærið höfrunum, súkkulaðinu og butterscotch karamellunni saman við deigið. 

Setjið degið í 10-15 min í ísskáp. 

Mótið kúlur úr deiginu, raðið á ofnplötu og bakið í 8-12 mín (fer eftir stærð), þar til endarnir eru smá gylltir. 

SHARE