Chrissy Teigen vill lifa edrúlífi

Chrissy Teigen (35) fagnaði á dögunum 50 daga edrúmennsku og birti að því tilefni myndband, þar sem má sjá hana taka heimaæfingu og krakkarnir hennar eru að skríða á henni. Hún skrifaði:

„Í dag hef ég verið edrú í 50 daga í röð. Þetta hefði getað verið heilt ár en ég hef aðeins fengið mér vín á leiðinni. Þetta er lengsti tíminn sem ég hef náð. Ég veit ekki alveg hvort ég muni drekka aftur en ég veit hinsvegar að vín gerir ekkert fyrir mig lengur. Það var ekkert gaman lengur. Ég dansaði ekki, ég slakaði ekki á, varð óglatt, sofnaði og vaknaði slöpp eftir að hafa misst af kvöldi sem hefði getað verið svo skemmtilegt. Ég naut þess einu sinni og finnst bara flott ef fólk getur neytt áfengis sér að meinalausu.“

Sjá einnig: Þetta fannst í klettasalati á Íslandi

Chrissy bætir svo við:

„Þetta er líka þriðji dagurinn í þessari vikur sem ég tek æfingu, sem gerist eiginlega aldrei og „hvolparnir“ eru ekki að gera þetta auðveldara fyrir mig.“

Instagram will load in the frontend.

Chrissy sagði frá því í desember að hún væri búin að vera edrú í 4 vikur en hún og maður hennar, John Legend, misstu fóstur í september. Kölluðu þau ófædda barnið Jack. Í desemberfærslunni sagði Chrissy: „Fyrir mánuði síðan, á afmælisdaginn minn, fékk ég bókina Quit Like a Woman, frá lækninum og vinkonu minni. Ég var komin með nóg af því að gera mig að fífli fyrir framan fólk (ég skammast mín enn), þreytt á dagdrykkju og líða illa kl 6 og geta ekki sofið.“

Sjá einnig: Kim Kardashian – Fertug í frábæru formi

Hún bætir svo við:

„Mér finnst ég ekki hafa náð að vinna úr þessu með Jack og nú þegar ég hef ekki alkóhól til að deyfa þetta… þá er þetta bara þarna… og bíður eftir að vera leyst. Það sem ég er að segja er að lífið er svo f**** flókið.“

SHARE