Þetta fannst í klettasalati á Íslandi

Ung kona á höfuðborgarsvæðinu lenti í því í gær að vera að borða klettasalat eins og svo oft áður þegar hún tók eftir nokkru óvenjulegu.

Það voru svartar litlar kúlur á salatinu sem hún fór að rýna í og taldi hún í fyrstu að um væri að ræða chia fræ. Svo reyndist þó ekki vera því þegar hún þrýsti á eina kúluna, á hvítu borði, kom rauðbrúnn vökvi.

Við nánari skoðun kom í ljós að í pokanum voru einhverskonar ljósbrúnar pöddur sem hafa eflaust verið búnar að verpa þessum eggjum í pokann.

Konan hafði samband við fyrirtækið sem salatið var frá og var henni bætt upp með nýju salati og fleiru. Þetta minnir okkur á hina gullnu reglu þegar kemur að salati og grænmeti, að skola vel og vandlega áður en borið er á borð.

SHARE