DIY: Dreptu vörtuna

Ef þú hefur fengið vörtur, veistu að þær geta birst hvar og hvenær sem er. Nú gæti verið að þú þurfir ekki lengur að panta þér tíma hjá lækni eða kaupa þér rándýr eiturefni til að setja á vörturnar þínar. Þú getur notað ýmislegt, sem þú átt kannski til heima hjá þér, til þess að drepa þessi kvikindi.

Sjá einnig: Hvað eru flökkuvörtur?

Screen Shot 2015-11-15 at 11.21.57

Hvítlaukur:  Hvítlaukur hefu marga góða kosti fyrir okkur. Það er kannski agalega vond lykt af honum en hann virkar. Ef þú ætlar að nota hvítlauk til að drepa vörturnar þínar, skalt þú stappa niður einn geira af hvítlauk og setja yfir vörtuna og setja síðan plástur yfir. Gerðu þetta tvisvar sinnum á dag og vartan þín mun hverfa.

Sjá einnig:Hvernig smitast kynfæravörtur?

images (1)

Bananar: Til þess að nota þessa aðferð, þarft þú aðeins hýðið af banana. Eftir að þú ert búin að borða innihaldið, nuddaðu innri hliðinni af hýðinu á vörturnar. Gerðu þetta nokkrum sinnum á dag og fyrir nóttina skaltu ná þér í límband  eða plástur og líma hýðið á vörturnar og hafa það á yfir nóttina. Vartan hefur ekki sjens í þessa aðferð.

Sjá einnig: Flökkuvörtur – Bleiklitar bólur á húðinni

images (2)

Eplaedik: Þetta undraefni er frábært fyrir ýmislegt og ekki skemmir fyrir hversu ódýrt það er. Það drepur vörturnar vegna þess að það drepur vírusa og bakteríur, sem er ein aðalástæða fyrir því að vörtur myndast. Einfaldlega bleyttu bómul í edikinu og límdu yfir vörtuna með límbandi eða plástri og láttu vera yfir nótt. Gerðu þetta þar til vartan er horfin.

SHARE