Djammið farið að bitna á heilsu Rihanna

Rihanna hefur verið látin aflýsa tveimur af tónleikum hennar í Diamonds tónleikaröð sinni vegna heilsufars en söngkonan þjáist núna af alvarlegri barkabólgu. Að sögn erlendra slúðurblaða er lifnaðarháttur söngkonunnar farinn að bitna á líkamlegri heilsu hennar.

Það er semsagt komið að því að læknar hafa ráðlagt Rihanna að hún verði virkilega að breyta lífstíl sínum ef hún ætli að verða langlíf í bransanum og það þýðir að hún verði að fara að djamma minna.

Þetta var haft eftir aðila sem þekkir persónulega til söngdívunnar:

„Veikindi Rihanna voru orðin það alvarleg að læknar vöruðu hana við því að það tæki marga mánuði að ná fullum bara. Það var á tímabili talið að hún þyrfti að aflýsa allri tónleikaferðinni sem verður farin um allan heim. Tónleikum var hinsvegar frestað á tveimur stöðum, í Boston og Balrimore en Rihanna lofar því að koma þangað seinna. Henni var sagt að hún þyrfti að alvarlega að breyta lífstíl sínum til að halda heilsu og þetta hefur vakið hana til umhugsunar. Hún elskar að reykja, drekka og vaka lengi en líkami hennar þarf líka hvíld og hún stefnir á það núna að hugsa vel um sjálfa sig. Það hefur einnig tekið helling á hana sálarlega að taka aftur upp sambandið við Chris Brown. Hún hefur fengið líflátshótanir og misst vini sína, þar á meðal Katy Perry, eftir að hún byrjaði aftur með Chris.“

Við skulum bara vona að Rihanna muni standa við það að fara að hugsa vel um sig og haldi áfram að syngja.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here