Fyrir sumt fólk geta langtímaeftirköst COVID-19 einkenna varað í næstum 4 vikur til 6 mánuði eftir að það hafi verið greint jákvætt með veiruna. Fólk með langtímaeftirköst hafa jafnað sig á verstu áhrifum COVID-19 og greinst neikvæðir fyrir henni. Í fyrstu lítur samt ekki út að það séu einhverjar sérstakar og rökréttar ástæður fyrir þessum eftirá einkennum eða eftirköstum. Hins vegar eru vísindamenn farnir að sjá núna, þegar að faraldurinn hefur ílengst, hugsanlegt orsakasamhengi þeirra þátta sem tengjast Covid-19 og langtímaeftirkasta veirunar. 

Langtímaeftirköst Covid-19 eða ,,Long Covid“

Langtímaeftirköst Covid-19 geta haft áhrif á alla jafnt unga sem aldna. Eftirköstin geta valdið þjáningum fyrir fólk sem annars er heilbrigt dags daglega. Þetta hefur verið raunin fyrir þá sem hafa þurft að leggjast inná spítala vegna COVID-19 og sjúklinga með mjög væg einkenni. Rannsóknir sýna að um 10% fólks sem fengið hefur COVID-19 glímir við langtímaeftirköst sjúkdómsins þrátt fyrir að vera laus við veiruna [1].

Reynsla lækna og rannsóknir á sjúklingum, er glíma við langtímaeftirköst síðustu 2 ára vegna COVID-19, eru samt farin að varpa ljósi á orsakir fylgikvilla sem virðast ætla að vera þráðlátir. Lýðheilsustofnun Bandaríkjana hefur skilgreint langtímaeftirköst ,,Long Covid“ sem ástand á sjúklingi er hefur þrálát einkenni eftir veiruna. Í þeim tilfellum hafa sjúklingar þurft að þola veikleikaeinkenni eftir að hafa í raun verið laus við veiruna í marga mánuði, eða hafa þeir verið lausir við hana [2]? 

Þó svo að hraustir einstaklingar lendi í langtímaeftirköstum að þá bendir allt til þess að flestir sem glími við eftirköstin séu einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. En veiran getur haft meiri áhrif á líffæri þeirra eins og lungu, hjarta, og heila. Helstu einkenni eru síþreyta, þungur andadráttur, minnistruflanir og erfiðleikar með einbeitingu, eymsli í brjóstkassa, höfuðverkir, svimi þegar að staðið er upp, þunglyndi eða kvíði og hiti [3]. 

Hugsanleg ástæða langtímaáhrifa vegna Covid-19

Það eru ekki neinar öruggar sannanir fyrir orsökum langtímaáhrifa Covid-19. Það eru þó ákveðnar vísbendingar að óregluleg og skert starfsemi í líkamanum, það er starfsemi ónæmisvaka (autoantibodies), frumboða (cytokines) og ónæmisfrumna (immune cells), eftir að einstaklingur hefur læknast af Covid-19 séu hugsanlegasta skýringin [4].

Rannsókn sem birt var í september síðastliðnum sýndu að einn af hverjum 5 sjúklingum sem lögðust inn vegna Covid-19 höfðu þróað með sér mótefni sem réðust á þeirra eigin líkama [5]. Þeir sem rannsökuðu þetta mældu magn ónæmisvaka í sjúklingum með sjálfnæmissjúkdóm [6]. Í janúarmánuði síðastliðnum höfðu vísindamenn í ónæmisfræði við Yale háskóla í Bandaríkjunum sagt í viðtali að mælst hefðu óvenjulega há gildi á frumboðum [7]. Frumboð eru prótein sem virka sem efnaboð. Vísindamennirnir sögðu einnig að þeir væru að rýna í hvers vegna í ósköpunum stæði á þessari aukningu. Einnig tóku þeir eftir breytingu á virkni ónæmisvaka. Einnig eru þeir að leita af ástæðum þessarar virkni og ef hún væri hugsanlega að valda skaða. Vísindamenn við hákólann í Kaliforníu hafa gert svipaða rannsókn en þeir fundu aukin gildi á nákvæmlega einum frumboða, það er cytokine interleukin-6 í sjúklingum með langtímaáhrif Covid-19. Þeir sögðu einnig að þetta þýddi að Covid-19 sýking myndi leiða til langvarandi invortis bólgu, á nokkrum stöðum í líkamanum. Þar af leiðandi eru eftirköst Covid-19 í sumum tilvikum langvarandi vegna innvortis bólgu, en hún getur valdið ruglingi á ónæmiskerfinu með tilheyrandi þjáningu. Enn önnur rannsókn sýndi að T-eitilfrumur sjúklinga með langvarandi eftirköst hegðuðu sér öðruvísi. En það bendir til að Covid-19 veiran sé ekki alveg farin heldur dvelji í líkamanum í litlu magni eftir að sjúklingur hefur talinn batnaður [9].

Lærdómur núverandi rannsókna

Á þessu stigi málsins geta núverandi rannsóknir ekki sýnt nákvæmlega hverjar orsakir langtímaeftirkasta Covid-19 eru. En þær geta hjálpað fagfólki á heilbrigðissviði við að vinna úr þjáningu sjúklinga með eftirköstin. Uppgötvanir ofangreindra rannsókna geta stutt við réttar aðferðir við að komast fyrir þjáningu fólks sem fengið hefur Covid-19 og er enn veikt.   Til að mynda geta ákveðin veirulyf verið notuð til að glíma við veiru sem liggur í dvala í sjúklingum með langvarandi eftirköst. Önnur leið er að nota lyf til að róa niður eða bæla niður ágengni ónæmiskerfisins vegna sýkingar. Að lokum væri nákvæm skráning og eftirfylgni bólusetninga mikilvæg, sem þegar hefur gefið góða raun fyrir þá sjúklinga með langtímaeftirköst. Því er ekki að neita að ítarlegri rannsóknir þurfi og verði gerðar á næstu mánuðum og árum til að hægt sé að skilja langvarandi eftirköst COVID-19. Hins vegar benda þessar nýjustu uppgötvanir á að við séum á réttri leið við að leysa komandi eftirköst heimsbyggðarinnar 

[1] UCDavis Health. Þýtt og staðfært 05.02.2022 frá:

https://health.ucdavis.edu/coronavirus/covid-19-information/covid-19-long-haulers

[2] Centers for disease control and prevention, CDC 24/7: Saving Lives, Protecting peopleTM, 16 september 2021. Þýtt og staðfært 07.02.2022 frá: https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/long-term-effects/index.html

[3] Medicaldaily. Þýtt og staðfært 07.02.2022 frá: https://www.medicaldaily.com/what-causes-long-covid-463372?fbclid=IwAR2EnuSNKg0rMvJhGVC6qT0dL1LoDAd8bDHKd-izzGB5DGecg3f6tQDfs5g

[4] Þuríður Þorbjarnardóttir. Þýðing tekin af Vísindavef; https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65035

[5] Medicaldaily. Þýtt og staðfært 07.02.2022 frá: https://www.medicaldaily.com/self-attacking-antibodies-found-hospitalized-covid-19-patients-462181

[6] Læknablaðið, fylgirit 41, íorðapistlar 2001, bls 1-130, tekin af  https://www.laeknabladid.is/2001/fylgirit/14/idordapistlar/nr/498

[7] National public radio, Þýtt og staðfært 07.02.2022 frá:   https://www.npr.org/sections/health-shots/2021/11/12/1053509795/long-covid-causes-treatment-clues?t=1644261500597

[8] Markers of immune activation and inflammation in individuals with post-acute sequelae of SARS-CoV-2 infection. Peluso et al. MediRxiv, July 2021, tekið af: https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.07.09.21260287v1

[9] Neuro-COVID long-haulers exhibit broad dysfunction in T cell memory generation and responses to vaccination. Visvabharathy et al. MediRxiv, August 2021, tekið af: https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.08.08.21261763v2

Greinin er rituð af manni með doktorspróf í læknisfræði sem kýs að kalla sig Dr. PJ og er gestapenni á Hún.is.

SHARE