Ekki gera þetta ef þú ferð í sturtu á kvöldin

Það finnst mörgum gott að fara í sturtu á kvöldin, þvo daginn af sér. Sérfræðingarnir segja að kvöldsturta geti jafnvel hjálpað þér að slaka á og gera þig tilbúin/n fyrir svefninn. Það þýðir samt ekki að það sé gallalaust að fara í sturtu að kvöldi. Ef þú ert týpan sem ferð í sturtu að kvöldin ættirðu að halda áfram að lesa.

Ef þér finnst gott að fara í kalda sturtu eða svakalega heita sturtu, ættirðu að endurskoða það aðeins ef þú ert að fara í kvöldsturtu. Rachel Sales læknir, er sérfræðingur í svefnvenjum við John Hopkins spítala, sagði í samtali við Washington Post að það gæti valdið svefnvandamálum að fara í mjög heitar eða mjög kaldar sturtur.

Sjá einnig: Hún hefur lést um helming

„Ef þú ert að fara í mjög heita eða mjög kalda sturtu fyrir svefninn getur það haft slæm áhrif á svefninn þinn. f þér líkar að fara í sturtur í öfgum endum hitastigs, gætirðu viljað hugsa venjuna upp á nýtt. Rachel Salas, læknir, svefntaugalæknir við Johns Hopkins Center for Sleep and Wellness, sagði við The Washington Post að það að fara í mjög heita eða mjög kalda sturtu fyrir svefn gæti leitt til svefnvandamála.

„Ef þú ferð í sturtu nálægt háttatíma og það er mjög heit eða köld sturta, getur sá hiti haft neikvæð áhrif á svefn þinn,“ sagði Salas. „Þú ert að rugla líkama þinn með því að breyta hitastigi hans mikið. Ef þú ætlar í sturtu er best að hafa hitastigið sem næst þínum eigin líkamshita.“

Annar læknir útskýrir þetta sem svo: „Ef þú ferð í heita sturtu 1 til 2 tímum fyrir háttatíma virkar það mjög vel fyrir svefninn þinn. Sturtan hitar hendur þínar, fætur og höfuð sem mun verða til þess að restin af líkamanum kólnar. Þegar hitinn fer í gegnum líkamann til að jafnast út, fer hann í leiðinni að kæla sig því það er náttúrulegt fyrir líkamann að kæla sig fyrir svefn. Þannig ættir þú að verða fljótari að sofna,“ segir Phyllis Zee.

„Dægursveiflan þín, hvenær þú sefur og vakir, stjórnast af líkamshita þínum og ljósi,“ segir Whitney Roban, doktor í svefnheilsu. „Þú vilt að líkamshiti þinn lækki til þess að melatónín framleiðslan aukist. Þegar þú ferð úr heitri sturtu eykst melatónín framleiðslan þín og það hjálpar þér að verða syfjuð/aður.“

Einnig er tekið fram að ef þú kýst að fara í heita sturtu ættirðu alls ekki að dvelja of lengi í sturtunni. Það sé slæmt fyrir húðina og sturta sem sé sem næst þínum eigin líkamshita sé besta sturtan og helst ekki vera lengur en 10 mínútur í sturtunni.

Heimildir: bestlifeonline.com

SHARE