Ellen DeGeneres með nýja hárgreiðslu í nýrri seríu

Ellen DeGeneres (62) vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að bæta ímynd sína, en hún hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu mánuði. Fjölmargir sem hafa unnið fyrir hana hafa stigið fram og sakað hana um gróft einelti á vinnustað og jafnvel sagt hana hafa beitt andlegu ofbeldi.

Í fyrsta þætti 18. seríu talaði Ellen um ásakanirnar, baðst afsökunar og viðurkenndi sekt sína í þessum málum.

Sjá einnig: Tvöfalt líf Ellen DeGeneres

„Ég komst að því að margt hefur verið í gangi hérna sem hefði aldrei átt að eiga sér stað. Mig langar líka að biðja þá afsökunar sem urðu fyrir þessu. Ég veit að ég er í forréttinda- og valdastöðu og því fylgir ákveðin ábyrgð. Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerist í mínum þætti,“ sagði Ellen í þættinum. Hún sagði jafnframt að búið væri að ræða málið fram og til baka og nú yrðu ákveðin kaflaskil.

Ellen var með nýja hárgreiðslu sem vakti verðskuldaða athygli en hún hefur dekkt hár sitt og er farin að greiða það aftur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here