Erfiðast að horfast í augu við dóttur sína

Mel B er að gefa út ævisögu sína, sem ber heitið Brutally Honest. Mel B segir í bókinni frá dapurlegasta augnabliki lífs síns, en það voru samskipti við dóttur sína, Phoenix, eftir að sú fyrrnefnda hafði gert tilraun til að taka sitt eigið líf.

Fyrrum Kryddstúlkan segir að hún hafi vaknað upp á spítala með bálreiða dóttur sína, þá 15 ára, við rúmstokkinn sinn. Phoenix spurði mömmu sína: „Af hverju mamma? Af hverju?“.  Mel B segir í samtali við Sun að hún vilji bara að hún vilji að dóttir hennar viti hversu leitt henni þyki þetta og hún muni ALDREI yfirgefa hana aftur.

Sjá einnig:„Hún var svo falleg!“ – David Spade um sjálfsvíg Kate Spade

Mel B segist hafa reynt að taka sitt eigið líf með því að taka 200 aspirin töflur, því hún hafi verið uppgefin andlega eftir að hafa verið beitt ofbeldi í áraraðir af þáverandi eiginmanni sínum, Stephen Belafonte. Hún segir að hann hafi hótað henni að leka heilu safni af kynferðislegum myndböndum á netið.

„Eftir hverja pillu sem ég setti upp í mig hugsaði ég: „Ertu viss?“ og svo ég aðra. 10, 20, 50, 100. „Ertu viss?“ 120 töflur og svo 150 töflur. „Ertu viss?““
Eftir að hún renndi niður seinustu pillunni varð henni það ljóst að sjálfsvíg var ekki svarið. „Ég varð að láta líf mitt skipta máli.“

Mel B var lögð inn á spítala vegna lifrar- og nýrnaskemmda en mætti svo í X-factor 3 dögum síðar.

SHARE