Við búum öll yfir þeim eiginleika að hafa einhvern tíma á lífsleið okkar ýtt fólki í burtu, á einn eða annan hátt. Það er ekkert athugavert við það eða eitthvað sem þú átt að skammast þín fyrir. Þú gætir einmitt verið að gera það rétta í stöðunni, með því að ýta fólki frá þér sem þjónar engum tilgangi í lífi þínu, eða hefur slæm áhrif á það. Það er virkilega nauðsynlegt til að búa til pláss svo að hið góða og jákvæða komist að.

digital_marketing

Sjálfselska

Það er enginn vafi um að heimurinn þarf meira af fólki sem ber virðingu fyrir öðrum. Gott er að hafa í huga að það getur verið gott að sýna örlitla sjálfselsku gagnvart því fólki í lífi þínu sem elskar þig mest. Mannfólkið er gætt vissu innsæi og getur því oft á tíðum skynjað ef þú ert að gera eitthvað með þinn eigin hag í huga. Þó að fólk bregðist ekki alltaf við þessari tilfinningu frá þér, þýðir það ekki að þú getir notfært þér góðmennsku þeirra.

Til þess að lifa hamingjusömu lífi, verður þú að læra að lifa og þrífast með öðrum og það felur í sér að gefa af sér, án þess að ætlast til þess að fá eitthvað til baka. Það hljómar kannski einkennilega, en ef þú gefur af þér án þess að ætlast til einhvers til baka, gæti þér verið borgað það margfalt til baka. Svo ef þig vantar einhverja blessun í líf þitt, skalt þú vera sú blessun sjálf/ur.

Að vera of stolt/ur

Að haga sér þannig að það rigni hreinlega upp í nefið á þér, ert þú að búa til aðstæður sem virka fráhrindandi fyrir aðra. Engum líkar við manneskju sem getur ekki hætt að tala um sjálfan sig og allt það sem þau hafa áorkað í of langan tíma, með egóið stillt í botn. Það er gott að tala um sjálfan sig, en þá verður það að vera mátulega mikið og einlægt, því það er auðvelt að sjá hvort þú ert að ýkja eða ekki.

Þrátt fyrir að manneskjur eru á samfélagsmiðlum, er engin þeirra nafli alheimsins fyrir öllum.

Það er alltaf góð hugmynd að hleypa fólki í sviðsjósið og vega og meta hvernig þú kemur fram við það, svo þú getir átt góð samskipti við þau. Sprengdu sápukúluna þína og skynjaðu þarfir annarra í kringum þig.

Hefur alltaf rétt fyrir þér

Stundum á fólk það til að horfa stórt á sjálft sig og sínar skoðanir. Þetta getur leitt til þess að þú horfir niður á fólk fyrir skoðanir þeirra og trú, jafnvel án þess að þú áttir þig á því. Í sumum tilfellum getur egó fólks farið svo upp úr öllu valdi, að þeim gæti langað til að aðrir finni til minnimáttarkenndar. Þetta er kolröng aðferð ef þú hefur í huga að öðlast virðingu frá öðrum í kringum þig.

Ef þú vilt breyta slíku um þig, verður þú að skilja að hver og einn hefur mismunandi staðla um það hvernig þau vilja lifa lífi sínu og að það er bara allt í lagi. Við höfum öll mismunandi viðmót við hlutunum og það ber að virða, því enginn er betri en annar þegar á heildina er litið. Sýndu örðum virðingu og þá virðir þú sjálfa/n þig.

Fullkomnunarsinni

Mannfólkið er ekki fullkomið. Það kemst aldrei hjá því að gera mistök, en það nýtir sér mistök sín sem lærdóm. Að ætlast til fullkomnunar frá öðrum er ósanngjarnt, þar sem þú ert ekki fullkomin/n sjálf/ur.

Gefðu fólkinu í kringum þig smá svigrúm fyrir og sættu þig við að fólk muni alltaf gera mistök. Að stefna að fullkomnun er óraunsæ, en að miða að því að ganga vel getur veitt þér lífsfyllingu.

Stanslaust kvart

Hamingjusamt fólk og þeim sem vegnar vel kvarta ekki eins mikið. Svo virðist sem þeir sem kvarta mjög mikið, eigi það til að vera neikvætt, þó að þau sem eru í kringum það séu hamingjusöm. Við höfum öll mismunandi aðstæður, sem við þurfum að ganga í gegnum í lífinu, en þessar aðstæður eru okkar aðstæður. Leitaðu frekar lausna á vandamálum þínum í stað þess að kvarta, því kvartið kemur þér ekki eitt skref áfram.

Sjálfhverfa

Ein af erfiðustu hegðunum fólks að eiga við er sjálfhverfa. Það er engin leið til að komast að niðurstöðu einhvers, án þess að gefa málinu færi fyrst. Mundu að það er alltaf best að gefa fólki færi án þess að álykta eða ákveða eitthvað fyrirfram. Jákvæð hugsun getur leitt til nýs hugsunarmynsturs og bætt líf þitt. Það gæti jafnvel stökkbreytt lífi þeirra sem hafa verið sjálfhverfir, vegna þess að ef þú trúir á fleiri möguleika, munt þú fá fleiri möguleika. Lífið verður betra.

Komum vel fram við aðra og berum virðingu fyrir sérkenni hvers og eins. Ef þú vilt ekki fá gagnrýni á þig, þá skalt þú sýna það í þinni eigin framkomu og það sem við gefum af okkur fáum við til baka. Tækifærin bíða þín ef þú sérð ekki allt út frá eigin nefi.

Heimildir: powerofpositivity.com

SHARE