Ert þú óþolandi á facebook?

Við erum öll misjöfn og því misjafn hvað fer í okkar fínustu.
Ég er ein af þeim sem skammast innra með mér yfir glötuðum statusum,
tek það fram að það gæti alveg einhver hugsað svoleiðis til mín eða hversu
óþolandi mörgum myndum ég pósta á dag.
Hvað um það.

Hver man ekki eftir dagbókum sem við skrifuðum í og geymdum svo ofan í skúffu.
Ég skrifaði í eina slíka og það var kvöl og pína þegar ég fletti í gegnum hana um daginn nokkurra ára gömul en þar skrifaði ég aðallega hvað ég gerði yfir daginn sem var nú sjaldnast beint frásögufærandi.
Nú allavega þá virðist sumt fullorðið fólk vera farið að taka þetta upp aftur, nema á netinu, fyrir framan almenning, dagbók er þó allavega aðeins fyrir þig sjálfa/n.
Langar að taka nokkur dæmi á statusum sem eru, já að mér finnst óþolandi.

Dagbókin:
Ég var sko dugleg! Í dag fór ég í skólann, náði í barnið til dagmömmu, labbaði heim, gaf honum að borða banana og ristað brauð með sultu, fór í nokkrar búðir, festi upp skraut, ryksugaði allt, eldaði matinn, setti í 5 þvottavélar, 2 þurrkara hengdi allt hitt uppá snúru svo sem handklæðin og rúmfötin, tók úr og setti í uppþvottavélina en vaskaði samt upp pottana og hnífana svo þeir verði ekki bitlausir.
Nú þetta er ekki alveg búið heldur svæfði ég barnið og ryksugaði tvisvar í viðbót yfir íbúðina ásamt því að skúra.
Fékk stutta heimsókn, hellti uppá kaffi og downloadaði google chrome í tölvuna því ég var komin með nóg af firefox.
Barnið vaknaði þegar ég var rétt búin að því svo ég svæfði hann aftur.
Nú er ég komin með heimsókn og ætla slappa af.

Dritað inn:
07:30 Jæja þá er ég vöknuð og komin á ról, góðan daginn!!!!!
08:00 Búin að háma í mig ristað brauð og kaffi með, þá er það að drífa sig út og gera eitthvað
10:00 Frábært, lenti í einhverjum bjána sem svínaði á mig í umferðinni og talandi í símann, hvað er að?
11:00 Ah.. fer að líða að hádegismat, ætla fá mér sushi og jafnvel hvítt með. NAMM NAMM
13:00 Geggjaður hádegismatur með skemmtilegu fólki, rölti í nokkrar búðir en útsalan er glötuð.
14:00 Hvað ætlar fólk að gera í kvöld?
16:00 Ný bökuð kaka og köld mjólk. Er ekki frá því að það verði kíkt út í kvöld!
17:00 Fékk óvænta gesti! En gaman. Þá er það bara skella sér í bað og gera sig fína/n
19:00 Má ekki panta pitsu á laugardögum? Nenni ómögulega að elda eitthvað!!!
20:00 Allt að verða klárt fyrir kvöldið, hver ætlar út? Er eitthvað skemmtilegt party?
22:00 Er orðin of gamall, er komin uppí rúm!
23:00 Góða nótt elsku vinir 😉
01:00 OHH ANDVAKA!!! Einhver ráð ?

Spurðu mig hvað er að?
-Frábært, lenti í ömurlegum atburði í dag!
-Er svo pirruð!
-Vá hvað ég fékk frábæra gjöf í dag, er svo glöð!!

Sumsé fólk sem skrifar í status eitthvað sem það segir samt ekki frá.
Svo fólk verður að spyrja ,,Nú af hverju ertu svona glöð?‘‘
Það sem verra en þegar manneskjan vill ekki segja!
Hvert þó í hoppandi, er hægt að vera með einhverskonar þrá að gera fólk forvitið?

Veikindi og volæði:
Foreldrar sem skrifa um fátt annað en veikindi.
Þetta eru þó ekki alltaf aðeins foreldrar, líka fólk sem skrifar um sitt eigið kvef.
Frá 0-2 ára getur verið strembinn aldur því börn virðast næla sér í allar pestir og auðvitað eru sum börn ALLTAF veik, en þarf að tilkynna það dæsandi á facebook í hvert skipti?
Það vita allir hvernig kvef lýsir sér, nú eða beinverkir og gubbupest.

-Þetta verður svo sannarlega erfiður dagur, Siggi orðinn veikur eina ferðina enn.
-Siggi er búinn að vera kafna úr kvefi og hálsbólgu, gæti ekki orðið betra en nú er ég líka orðin veik!
-Flensan á þessu heimili ætlar hreinlega ekki að fara… DÆS
-Loksins er Siggi orðinn hress.. en nei þá er hann kominn með í eyrun.. AFTUR

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here