Fékk bráðahvítblæði og er í einangrun

Ingólfur Júlíusson ljósmyndari hefur starfað með hinum ýmsu fjölmiðlum landsins en einnig fyrir erlenda miðla eins og Reuters. það má með sanni segja að hann sé einn sá færasti ljósmyndari sem Ísland hefur alið en myndirnar sem hann tók í gosinu hafa vakið mikla athygli um allan heim.

Ingólfur greindist fyrir tveimur vikum með bráðahvítblæði og hefur nýlokið við lyfjameðferð og er nú í einangrun á blóðlækningadeild Landspítalans.

Mynd: Ingólfur Júlíusson

Vinir Ingólfs hafa sett af stað söfnun fyrir hann og fjölskyldu hans með það að leiðarljósi að Ingólfur geti fengið bata án þess að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálunum líka, en hann hefur unnið sem verktaki lengi sem gefur ekki mikið svigrúm til veikinda. Þegar hún.is náði í Ingólf sagði hann: „Ég er nú bara hálffeiminn út af þessu öllu“ en bætir svo við að hann sé ofsalega þakklátur fyrir þann stuðning sem honum og fjölskyldunni hefur verið sýndur.

Þeir sem vilja leggja Ingólfi og hans fjölskyldu lið geta gert það með því að leggja inn á Monicu, eiginkonu hans.

Banki: 0319 Hb 26

Reikningsnúmer 002052

Kennitala: 190671-2249.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here